Table of Contents | ||||
---|---|---|---|---|
|
Stillingar ávinnslur | Ávinnsla |
---|---|
Smellt er á “Ávinnsla” fyrir ofan Laun í launahring til að opna ávinnsluhringinn. | |
Setja þarf ávinnslur sérstaklega upp í Kjarna, hægt er að setja inn stillingar með því að smella á “Ávinnsla” í ávinnsluhring. Venjulega eru það mánaðarlaunin sem eru grunnur fyrir ávinnslu, hvort heldur það er orlof eða uppbætur. Því til viðbótar er oft útbúinn réttindaliður sem skráður er á starfsmenn í launalausum leyfum. Þessi réttindaliður er skráður í launaútborgun til að starfsmenn safni sér orlofi og/eða uppbótum t.d. í fæðingarorlofi. Fyrir kemur að greiðslur uppbóta eru mismunandi á milli starfsmanna sama fyrirtækis, sumir fá t.d. desemberuppbót á meðan aðrir fá persónuuppbót. Í þeim tilvikum, er ekki hægt að hafa mánaðarlaun sem grunn fyrir þær uppbætur, heldur þarf að stofna reikniliði vegna þessa og setja á hvern einasta starfsmann, eða á kjarasamninga. | |
Stillingar uppbætur | Desemberuppbót / Orlofsuppbót |
Uppsetning á þessum upppbótum er sú sama að undanskildum dagsetningum, þar sem desemberuppbót er oftast tengd almanaksárinu en orlofsuppbótin tengd orlofsárinu. Upphæðir til greiðslu eru skráðar í núlltöfluna í kjarasamningum. Þar er skráð sú upphæð sem flestir fá greidda, en ef t.d. einn samningur er með aðra upphæð, þá er sú upphæð skráð í flipann Fastar í þeim samningi. Kjarni byrjar á að skoða hvort upphæðir eða hlutföll séu skráð á samning starfsmanns, en ef ekkert er skráð þar þá er farið í núlltöfluna. | |
Í trégerðinni á vinstri hlið er valinn textinn Desemberuppbót. Hún er sett upp þannig að tímabilið sem liggur til grundvallar er allt árið. Það er skráð í hægra efra hornið. Ávinnslutímabil er að öllu jöfnu milli ára og dagsetningar eru frá 1.12. til 30.11. Athuga að þegar búið er að greiða ávinnslur á tímabili þá þarf að uppfæra ártal í reitunum Tímabil byrjar og Tímabil endar. Fyrsti flipinn er Ávinnsluliðir. Á hjálagðri mynd er launaliður 100 Mánaðarlaun sem myndar grunn fyrir greiðslu desemberuppbótar. ATH. þessi uppsetning getur verið mismunandi á milli notenda eftir eðli starfseminnar. Ekki er mælt með að gera breytingu á þessum flipa nema að höfðu samráði við ráðgjafa Origo. Upplýsingar um grunneiningar x tímaeiningar þessara launaliða eru sóttar í uppfærðar útborganir. Hægt er að haka sérstaklega við þegar ávinnslur eru sóttar, að það eigi líka að sækja þessar upplýsingar í ákveðna opna útborgun, t.d. ef nota á desemberútborgun líka sem grunn fyrir desemberuppbót. | |
Annar flipinn Skuldbindingar Hann er ekki útfylltur þegar um orlofs- eða desemberuppbót er að ræða. Þessi flipi sækir upplýsingar í fasta liði starfsmanns til að reikna út skuldbindingu út frá föstum launum starfsmanns. Þriðji flipinn "Almennt" Hann er sérstaklega gerður fyrir orlofs- og desemberuppbætur en er ekki notaður við reikning á orlofsskuldbindingu. Hér er settur inn sá launaliður sem nota á til að greiða út desemberuppbótina. | |
Fjórði flipinn "Formúla" Hann er líka sérstaklega gerður fyrir orlofs- og desemberuppbætur en er ekki notaður við reikning á orlofsskuldbindingu. Hér þarf að skrá inn eftirfarandi formúlu: Record.PayRecordBaseUnit = Record.PayRecordBaseUnit / 12; if( Record.PayRecordBaseUnit > 1) Record.PayRecordSum = Record.PayRecordBaseUnit * 12; Ef uppbótin er unnin fyrir tímabilið 1.1.- 31.12 og desemberlaun eru ekki komin til greiðslu þá þarf að breyta deilitölunni úr 12 í 11 þegar desemberuppbótin er sótt til greiðslu. Muna þarf að breyta henni til baka í 12, þannig að uppgjör við starfslok komi rétt strax með næstu launaútborgun. Ef gerð er breyting á formúlu er hægt að smella á hnappinn “Vista og prufukeyra til að kanna hvort hún rétt skráð. |
...