Page Tree | ||||
---|---|---|---|---|
|
Sjá hér upplýsingar um Dagpeninga á vef.
Í hliðarvali koma þeir kerfishlutar og aðgerðir sem búið er að virkja á vef hjá notendum. Með því að smella á táknið til hliðar við Kjarnalogoið, efst í vinstra horni, er hægt að fela texta kerfishluta og birta aðeins táknin.
Á upphafssíðu Kjarnavefsins birtast flísar með ýmsum lykiltölum mannauðs; Fjöldi eftir ráðningarmerkingu, Fjöldi eftir tegund ráðningar, Aldurstölur-Núverandi starfsfólks, Kynjahlutfall, Meðalstarfsaldur eftir aldurshópum, Aldursdreifing, Aldursdreifing eftir kyni, Hæsta menntunarstig og Algengustu námsleiðir. Í þessum lykiltölum eru undanskildar ráðningarmerkingarnar; Hættur, Á eftirlaunum, Á starfslokasamningi og Í áætlun og tegundir ráðninga; Ytri aðili og stjórnarmaður.
Hægt er að sía á ákveðið fyrirtæki, svið eða ákveðna skipulagseiningu. Einnig er hægt að taka út tölfræðina m.v. ákveðna dagsetningu.
Ef starfsmenn eru í fleiri en einu starfi (eiga fleiri en eitt launamannanúmer) þá telja þeir starfsmenn í tölfræðinni fyrir öll þau launamannanúmer sem eru virk. Dæmi: Starfsmaður sem er í tveimur störfum (með tvö virk launamannanúmer), fastráðinn í öðru og Stjórnarmaður í hinu, telur fyrir bæði störfin í ráðningarmerkingu og tegund ráðningar. Auk þess telur þessi starfsmaður tvisvar sinnum í tölfræðinni fyrir kyn, aldur og menntun.
Hægt að velja hvaða flísar birtast með því að haka í viðeigandi flísar undir Sýnileg gögn.
Einnig er hægt er að fela alfarið þær flísar á yfirlitsmyndinni sem viðskiptavinir vilja ekki að séu sýnilegar. Senda þarf inn beiðni á service@origo.is sé óskað eftir því að fela ákveðnar flísar.
Til að sjá flísar með lykiltölum fyrir ráðningar er smellt á hnappinn Ráðningar. Þar birtast flísar með lykiltölum um umsækjendur og lykiltölur ráðninga.
Einnig hægt að fela þessar flísar og fela alfarið hnappinn ef viðskiptavinir eru ekki með kerfishlutann Ráðningar.