Ráðningardagsetning starfsmanns ef búið er að skrá starfslok fram í tímann
APPAIL-2039
Ef búið var að skrá starfslok á starfsmann fram í tímann þá hætti ráðningardagsetning starfsmanns að birtast í spjaldinu Starfsmaður og þeim listum þar sem hægt er að birta ráðningardagsetningu. Þetta hefur verið lagað þannig að ráðningardagsetning birtist þrátt fyrir að starfslok hafi verið skráð fram í tímann. Það var líka farið yfir virkni tengt því ef starfsmaður hefur ekki hafið störf ennþá að þá birtist samt sem áður þessi framtíðar ráðningardagsetning á honum í spjaldinu Starfsmaður og eins í viðeigandi listum.
Upphæðardálkur í spjaldið Hlutir í láni
APPAIL-2465
Í spjaldið hlutir í láni var bætt við dálki þar sem hægt er að skrá upphæð. Dálknum var einnig bætt í listann Hlutir í láni sem er í hliðarvalmynd Mannauðs.
Prenta úr viðhengjaspjaldinu
APPAIL-2416
Bætt hefur verið við virkni að prenta viðhengi í skjalaskápshnappnum í tækjastikunni. Þarf því ekki að opna skjalið til að prenta það út heldur nóg að velja færslu og prentahnappinn.
Eyða viðhengi
APPAIL-2416
Bætt hefur verið við eyða virkni í skjalaskápshnappnum í tækjastikunni. Þannig núna er hægt að eyða skjali beint í spjaldinu fyrir viðhengi.
Áminningar á réttindum
APPAIL-2492
Búið er að fela áminningarvirknina þegar stofnuð eru réttindi. Eins var 'Áminningar' tekið út úr hliðarvalmyndinni. Áminningar fyrir réttindi eru núna stofnaðar undir Kjarni > Stofnskrá > Áminningar
Gildistími réttinda
APPAIL-2491
Þegar réttindi eru stofnuð í kerfið er hægt að skilgreina hversu lengi réttindin gilda. (dæmi: skírteini í fyrstu hjálp gildir í tvö ár). Þegar viðkomandi réttindi eru skráð á starfsmann kemur kerfið sjálfkrafa með endadagsetningu réttindanna út frá því sem skráð var inn í grunnskráningu réttindanna (dæmi: skírteini gilda frá 01.01.2015, kerfið kemur sjálfkrafa með endadagsetningu 01.01.2017). Nú er hægt að yfirskrifa endadagsetninguna ef að hún á ekki að fylgja því sem skráð var í stonfupplýsingar réttindanna.