Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Version History

« Previous Version 4 Next »

Skilagreinum er hægt að skila fyrir einstaka útborgun eða fyrir skilagreinamánuð.

Skilagreinamánuður  getur  innihaldið fleiri en eina útborgun.


 Hægt er að komast í skilagreinar í gegnum launahringinn. 

Þegar notuð eru vefskil, skal ávallt skila úr möppunni Innheimtuaðilar. Þetta er mjög mikilvægt, því sumir innheimtuaðilar neita að taka við stökum skilagreinum, vilja fá öll skilin í einni sendingu. Það minnkar líka villuhættu að öll skil séu send í einni sendingu.

Tegund skila: Val er um að skila iðgjöldum á eftirfarandi hátt :

  • Prenta skilagreinar á prentara .
  • Senda skilagreinar með vefskilum.
  • Senda skilagreinar með tölvupósti.
  • Vista skilagreinar sem textaskjal.

Þegar skilagreina mynd er opnuð, kemur strax hakað í þá reiti sem skilgreindir voru við uppsetningu kerfisins, þ.e.a.s. hvernig gögnum skuli skilað.

Í stofngögnum launa er hægt að breyta þessu forvali, annars vegar í stofngögnum lífeyrissjóða og hins vegar í stofngögnum stéttarfélaga.


Ef breyta skal vali tímabundið, er hakað í viðeigandi reit eða hægrismellt á valda skilagrein.

Í tækjaslá er fellival með sömu möguleikum, en það eru þrjár flýtileiðir 1) til að velja alla heildina fyrir skilagreinar í heild sinni, 2) alla lífeyrissjóði sérstaklega og 3) öll stéttarfélög sérstaklega. 
Einnig er hægt að hægrismella á möppu eða valinn sjóð/félag og fá þannig sama fellival sem gildir þá fyrir valda möppu, sjóð eða félag. 
Skoða á skjá/prentara framkvæmir aðgerð án frekara millistigs, en hver skilagreinategund er birt í sér flipa.
Vefskil birta líka allar eða valdar skilagreinar í trégerð. Möppurnar koma lokaðar, þannig að auðvelt er að lesa úr samtölum. Athugið að starfsendurhæfingarsjóður kemur sem hluti af mótframlögum í lífeyrissjóð. Til að ljúka ferlinu er smellt á hnappinn Vefskil í hægra neðra horni.
Skrifa í skrá opnar fyrst spjallglugga, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. 
Það er hægt að stilla í viðkomandi sjóði/félagi hvort það eigi alltaf að prenta skilagreinar, senda vefskil, skrifa í skrá eða senda í pósti. Þetta val kemur sjálfkrafa hakað við þau í skilagreinamyndinni. Það er svo hægt að haka við fleiri, eftir þörfum í hvert sinn. 
Það er hægt að skilgreina slóð og skráarnafn í lífeyrissjóðum og stéttarfélögum, sem er þá notað þegar skráin er vistuð. Það er gert í þessum skjámyndum (Skráarnafn ef skrifa í skrá).
Lífeyrissjóðir - stofngögn

Stéttarfélög – stofngögn

Ef engin skrá er valin í viðkomandi lífeyrissjóði eða stéttarfélagi er skráin vistuð undir „My Documents" hjá viðkomandi notanda og þar undir möppunni „skilagreinar".
Lífeyrissjóðsskrárnar fá svo skráarnafnið lif_XXX.txt þar sem XXX er númer viðkomandi lífeyrissjóðs.
Stéttarfélagsskrárnar fá hins vegar skráarnafnið ste_XXX.txt þar sem XXX er númer viðkomandi stéttarfélags.

 Þegar valið er að skrifa út textaskrár fyrir alla lífeyrissjóði/félög, þá kemur upp spurning um hvort það eigi að vista allar skrár án staðfestingar með því að nota þau skráarnöfn sem kerfið velur.


Ef svarað er já þá eru allar skrár vistaðar beint en ef svarað er neitandi kemur upp gluggi fyrir hverja skrá sem á að vista, sem þarf þá að staðfesta fyrir hverja skrá. 


Það er alveg sama virkni fyrir stéttarfélögin. 

Þegar svarað er Já : þá vistast skrárnar sjálfkrafa á þegar skráða slóðir, eða í My Documents ef skráningu vantar – athugið að meldingin birtist í neðra hægra horninu og þar sést hvaða slóð var valin.


Þegar svarað er Nei : þá þarf að samþykkja vistun fyrir hvern sjóð / félag fyrir sig. Þá er hægt að breyta staðsetningu vistunar ef þörf er á. Þegar allt er í lagi, er smellt á Skrifa og síðan á Loka. Ef fleiri sjóðir / félög fylgja á eftir, þá er leikurinn endurtekinn, smellt á Skrifa og síðan á Loka þar til allir sjóðir/félög hafa fengið sína skrá. 



  • No labels