Kostnaðarstöð sett á stöðu
APPAIL-2569
Hægt er að setja kostnaðarstöð á hverja stöðu sem yfirskrifar þá kostnaðarstöðina sem er á skipulagseiningunni. Kerfið var þannig að kostnaðarstöð starfsmanns fór eftir þeirri kostnaðarstöð sem skráð var á skipulagseiningu viðkomandi starfsmanns. Nú er hægt að yfirskrifa hana með því að setja kostnaðarstöð á stöðuna sem starfsmaður gegnir. Þetta getur t.d. verið gagnlegt þegar laun stjórnenda eða annarra eiga að bókast á aðra kostnaðarstöð en annarra í viðkomandi skipulagseiningu.
75% reglan vegna opinberra gjalda
Reglan var ekki að virka rétt, það hefur nú verið lagað. Reglan er sú að ekki má draga af launum starfsmann hærra en 75% af heildarlaunum mínus meðlag, iðjgld í lifeyrissjóð og greidd staðgreiðsla.
50% regla vegna meðlags frádráttar
Regla fyrir frádrátt á meðlagi var ekki til staðar í Kjarna. Reglan er sú að ekki má draga af launum meira en 50% af heildarlaunum starfsmanns. Meðlag er í forgangi fyrir opinberum gjöldum.
Til þess að það myndist viðvörun ef meðlagið fer yfir 50% af heildarlaunum þá þarf að stofna nýja reiknireglu í kerfinu nr. 9611 með nafnið t.d "Hámark meðlag 50%" eða "Hámark innheimtu 50%"
Á reikniregluna þarf að setja reikni ( Pay Calc ID ) = 600 og launalið ( Pay Wage ID ) = 9998 ef þetta á að vera viðvörun.
Á reikniregluna þarf að setja reikni ( Pay Calc ID ) = 600 og launalið ( Pay Wage ID ) = 9998 ef þetta á að vera viðvörun.