Þegar búið er að loka útborgun er hægt að taka út gjaldkeralista sem sýnir hvað á að greiða í viðkomandi mánuði.
Gjaldkeralistinn er aðgengilegur bæði fyrir útborgun og skilagreinamánuð.
Undir útborgun birtast:
Summutölur - safnar saman öllum gjalddögum valinnar útborgunar til greiningar í “pivot” skýrslu og einnig er hægt að fá þau gögn niðurbrotin á launamann.
Skýrsla - sýnir hvaða greiðslur á að greiða á tilteknum gjalddögum fyrir valda útborgun.
Uppfæra gjalddaga - ef dagsetningum er breytt er þessi aðgerð keyrð og setur hún þá gjalddaga á viðkomandi launafærslur.
Undir skilagreinamánuður birtast:
Summutölur - safnar saman öllum gjalddögum skilagreinamánuðar til greiningar í “pivot” skýrslu og einnig er hægt að fá þau gögn niðurbrotin á launamann.
Skýrsla - sýnir hvað á að greiða á tilteknum gjalddögum fyrir valinn skilagreinamánuð.
Stillingar
Til þess að nota gjaldkeralista þarf að yfirfara alla innheimtuaðila og sjóði og setja inn gjalddaga og bankaupplýsingar.
Innheimtur er skoðaðar undir Laun - Innheimtur:
Lífeyrissjóðir og stéttarfélög eru stillt í spjöldum sjóðanna undir Laun.
Í fyrsta flipa eru bankareikningar settir inn og í flipanum Skilagrein er gjalddaginn skráður.
Útborguð laun og orlof í banka skilast alltaf eftir útborgunum og greiðsludagur á gjaldkeralista er sá útborgunardagur sem skráður er á útborgun.