Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 17 Next »

Sölustaðir breytt í Mötuneyti og verslanir

APPAIL-9243

Í hliðarvalmynd á Kjarna vef hefur heitinu verið breytt í Mötuneyti og verslanir sem áður var Sölustaðir.

Teymið mitt - Leit í afmælis- og starfsafmælislista

APPAIL-9251

Leit hefur verið bætt við í afmælis- og starfsafmælislista undir Teymið mitt.

Teymið mitt - Endadagsetning 31.12.9999 sett í læsilegri texta

APPAIL-9253

Á þeim flísum þar sem færslur voru með endadagsetningu 31.12.9999 hefur nú verið sett í læsilegri texta - ólokið, í gildi, núverandi starf.

Teymið mitt - Samskipti

APPAIL-8566

Dagsetning Gildir frá hefur verið bætt við færslur í flís fyrir Samskipti.

Launasamþykkt - Breytingar til að hraða á “Sjá allar”

APPAIL-9301

Gerð hefur verið breyting á hnappnum “Sjá allar” í launasamþykkt þar sem aðgerðin var að sækja allar lokaðar samþykktir í kerfinu.

Núna eru sóttar lokaðar launasamþykktir fyrir núverandi ár og hægt er að velja eldri ár í fellilista við hliðina á hnappnum.

Launaþróunarskýrsla - lagfæra flutning í excel

APPAIL-8931

Gerð hefur verið sú lagfæring á fluttningi launaþróunarskýrslu í excel að núna birtast fjárhæðir úr öllum dálkum hvort sem búið var að sprengja þá út eða ekki.

Laga launaþróunarskýrslu

APPAIL-9133

Gerð hefur verið lagfæring á launaþróunarskýrslu þannig að hægt að filtera niður á hópa og kostnaðarstöðvar. Einnig haldast dálkaheiti þegar skrollað er niður.

Rafrænar undirritanir - gildum (mail merge) bætt við í sniðmát

APPAIL-9049 / APPAIL-7405 / APPAIL-9194

Bætt hefur verið við gildum (mail merge) í sniðmátin. Eru þetta t.d. gildi úr grunnlaunaspjaldi, skattkorti, gildi af stöðunni og úr starfsmannaspjaldi. Passa þarf að ef gildið sem er valið inn skilar prósentutölu að þá þarf prósentutáknið ( % ) að vera í sniðmátinu sjálfu, gildið skilar bara heiltölu en ekki prósentutákninu.

Rafrænar undirritanir - Undirskriftir

APPAIL-9063 / APPAIL-9051

Listanum Undirskriftir hefur verið breytt. Núna birtir hann líka upplýsingar um eiganda skjals, hvenær undirskrift rennur út og netfangið sem var sent á. Núna birtist líka ein færsla fyrir hvern sem sent var á, t.d. ef sent var á tvo aðila kemur ein lína fyrir hvorn aðila s.s. 2 línur. Einnig hefur verið bætt við leitarmöguleika og hægt að leita eftir Heiti skjals, Nafni undirritanda og Eiganda skjals. Auk þess er hægt að sía á stöðu undirritunar.

Rafrænar undirritanir - framlengja undirritun

APPAIL-9158

Bætt hefur verið við valmöguleika að framlengja undirritun, t.d. ef undirritun hefur runnið út og undirritandi hefur ekki enn skrifað undir.

Rafrænar undirritanir - stilling fyrir undirritendur í stað næsta yfirmanns

APPAIL-7746

Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að skilgreina undirritendur sem koma sjálfkrafa í stað næsta yfirmanns. Ef óskað er eftir að bæta þessari stillingu við skal senda beiðni á service@origo.is

Viðvera - Inni/Úti listi

APPAIL-9257

Inni/Úti listinn hefur verið lagfærður að núna haldast nöfnin föst þegar skrunað er til hægri.

Upphafsvalmynd - bæta inn prósentu

APPAIL-9292

Prósentuhlutfalli hefur verið bætt við flísar á upphafsvalmynd.

Starfsmannalisti > Sýnileg gögn - bætt við skrunstiku

APPAIL-9240

Undir Sýnileg gögn í starfsmannalistanum undir Mannauður var listinn orðin mjög langur. Var því bætt við skrunstiku til að bæta útlitið og vinnslu með listann.

Mannauður > Stofngögn > bæta við dálknum vísi í Janflaunavottun

APPAIL-8042

Í stofngögnum fyrir Jafnlaunavottun er búið að bæta við vísi í yfirviðmið og undirviðmið.

Mannauður > Stofngögn > Styrkir

APPAIL-8043

Í stofngögnum fyrir Styrkir vantaði inn textasvæðið sem er í boði í client. Því hefur verið bætt við.

  • No labels