Samþykktarferli launabreytinga
Gerðar voru breytingar á því hvernig fjárhæðir voru sóttar ef t.d. starfsmaður er með laun skipt á tvær kostnaðarstöðvar. Einnig voru skipuritsupplýsingar lagaðar.
Teymið mitt - Samningur á grunnlaunaflís
Ef starfsmaður var í þrepi 0 þá birtist samningurinn ekki á grunnlaunaflísinni. Þetta hefur verið lagað.
Mötuneyti og verslanir > Kiosk - Texti á upphafsskjá
Núna er hægt að bæta við stillingu ef óskað er eftir að hafa annan texta á upphafsskjá Kiosk í mötuneytinu. Bæði er hægt að hafa annan texta á íslensku og ensku. Ef þessi stilling er ekki inni kemur upp sjálfgefin texti bæði á íslensku og ensku.