Skýrslan sem skilað er til Hagstofunnar vegna kjararannsókna er aðgengileg í flipanum XAP í kerfisvalmyndinni efst á skjánum. Skýrslan Kjararannsókn er geymd í kaflanum Annað, lengst til hægri í þeim kafla.
Þegar smellt er á Kjararannsókn birtist valskjár með upplýsingum um fyrirtæki og valda útborgun. Ef allar upplýsingar í þessum glugga eru réttar, þ.e. rétt fyrirtæki og rétt útborgun er valið sækja. | |
Ef engar villur eru í skránni, þá kemur upp gluggi með skilaboðum um að skýrslan sé sett í bið. Þeim glugga er lokað og þá kemur skýrslan sjálf á skjáinn til afstemmingar. | |
Þeim glugga er lokað og þá kemur skýrslan sjálf á skjáinn til afstemmingar. | |
Kennitölur eru brenglaðar til samræmis við það sem sent verður til Hagstofunnar, en hægt er að draga inn nöfn starfsmanna til að átta sig betur á því sem á skjánum er. Það er gert með því að hægrismella í kennitölusvæðið og velja þar Sýna lista yfir svið.
| |
Ef skýrslan stenst skoðun er smellt á hnappinn Vista skrá, neðst vinstra megin í skýrslunni. | |
Kjarni vistar skjalið sem textaskrá og gefur skjalinu nafnið KRN og númer útborgunar, en þessu nafni má breyta um leið og skýrslan er vistuð.
| |
Villur í skýrslu Ef aftur á móti það koma villur, þá þarf að lagfæra það sem útaf bar og keyra skýrsluna síðan aftur. | |
Til að leysa villuna Starf fannst ekki, er starfsmaður fundinn og opnað spjaldið Tengingar innan fyrirtækis. Þar er flipi merktur Kjararannsókn. Þær upplýsingar sem hér eru, erfast af starfi viðkomandi. Ef þessi flipi er tómur, er farið í flipann Skipurit og þar valin inn rétt staða. Ef rétt staða er nú þegar valin, þá á mögulega eftir að velja á hana stöðu. Nánari leiðbeiningar um stöðu og störf má finna hér. Til að leysa villuna Orlofsmerking fannst ekki opnað spjaldið Orlof hjá viðkomandi starfsmanni þar sem valin er inn reikniregla orlofs og skráður inn réttur orlofsflokkur. | |