Ný gjaldategund fyrir stéttarfélag
Búin var til ný gjaldategund J sem á að nota fyrir félagsmannasjóð. Bókstafur gjaldategunda kemur fram í txt skrá og vefskilum skilagreina
Líkamsræktarstyrkur á starfsmannavef
Gerðar voru breytingar í tengslum við líkamsræktarstyrk á starfsmannavef. Eftir þessar breytingar er hægt að hafa mögulega upphæð skilgreinda í stillitöflu og starfsmaður skráir inn þá upphæð sem sótt er um í hvert skipti ásamt því að setja inn kvittun, eins og áður var. Starfsmannavefurinn stoppar starfsmanninn af ef skráð er inn hærri upphæð en starfsmaður á eftir ónýtta. Þegar sótt er um líkamsræktarstyrk á þennan hátt í gegnum starfsmannavefinn þá vistast niður færsla í spjaldið Fastir launaliðir. Sjá nánari upplýsingar hér um þær stillingar sem þarf að setja inn til þess að virkja þetta. Ef aðstoð óskast við að setja inn viðeigandi stillingar skal póstur sendast á service@origo.is.
Fyrirsögn á líkamsræktar- og samgöngustyrk á starfsmannavef
Gerð var smávægileg breyting á útliti fyrirsagna líkamsræktar- og samgöngustyrks.
Starfsmannavefur - merking á námskeiði sem þegar er hafið
Gerð var lagfæring á merkingu á námskeiði sem þegar er hafið. Þar kom fyrir mistök merkingin Á morgun en þetta hefur nú verið lagfært þannig að þar kemur merkingin Hafið.
Kjarni > SAP tenging - viðbætur
APPAIL-6733
Viðbótarsvæðum var bætt við Kjarni > SAP tenginguna. Þeir viðskiptavinir sem nýta þá tengingu geta óskað eftir frekari upplýsingum með því að senda póst á service@origo.is.
Tölvupóstur sendur úr samþykkt launa
Samþykkt launa - tölvupóstur til samþykkjenda
Það brotnaði hjá okkur í síðustu útgáfu að hægt væri að senda tölvupóst úr samþykkt launa, þetta hefur nú verið lagað.