Hægt er að aðgangsstýra þeim skýrslum og skrám sem útbúnar eru og vistaðar í Kjarna.
Ef skráin er þegar til og gefa þarf aðgang að henni eftir á þá er farið í Möppur í hliðarvalmynd. Þar er viðkomandi skrá valin og smellt á Stilla.
Þar er smellt á Hlutverk:
Á
Skjámyndinni sem þá kemur upp þá þarf að stofna nýja línu fyrir hvert hlutverk sem á að fá aðgang að listanum.
Smellt er á hnappinn með græna plúsnum til að stofna nýja línu. Viðeigandi hlutverk er fundið í dálkinum Hlutverk, númerið á skránni sett í dálkinn Skrá (númerið sést á skjámyndinni á undan) og svo hakað við hvort aðgangurinn eigi að vera Lesa og/eða Skrifa. Athugið að það þarf að fara út úr dálkunum Lesa og Skrifa eftir að hakað hefur verið við þau, annars festist hakið ekki inni þegar vistað er. Í lokinn þarf að vista færsluna.
Það er einnig hægt að gefa aðgang strax þegar skráin er vistuð niður með Wizard-inum. Sjá skjámyndina hér að neðan. Smellt er á flipann Hlutverk, smellt á + hnappinn neðst og viðeigandi hlutverk valin ásamt því hvort þetta eigi að vera les- og/eða skrifaðgangur. Síðan er haldið áfram í ferlinu á eðlilegan hátt.
General
Content
Integrations