Stofnun viðbótarlaunamannanúmers á starfsmanns
Búið að einfalda hvernig viðbótarlaunamannanúmer er stofnað á starfsmann.
Menntunarspjald – Prófskírteini til staðar
Viðbótarsvæði hefur verið bætt við spjaldið Menntun þar sem hægt er haka við ef starfsmaður hefur afhent prófskírteini.
Viðbótarsvæði í lista yfir Stöður
Eftirtöldum svæðum hefur verið bætt við í lista yfir Stöður undir Kjarni > Stofnskrár: Annað stöðuheiti, Starf og Bókhaldslykill.
Starfsmannamyndir á upphafsvalmynd - ljós bakgrunnur fyrir aftan nafn
Á starfsmannamyndum á upphafsvalmynd, t.d. Nýir starfsmenn, Afmælisbörn dagsins, Starfsafmæli og Skipulagseiningar var kominn svartur bakgrunnur fyrir aftan nafn starfsmanns. Það gerði það að verkum að nafnið sást ekki því textinn var líka svartur. Þessu hefur nú verið breytt þannig að bakgrunnurinn er ljós og nafn starfsmanns sést því.
Bætt villuboð ef starfsmaður er þegar til í Kjarna
Villuboðin, sem koma upp ef reynt er að stofna starfsmann sem er þegar til í Kjarna, hafa verið bætt.