Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 6 Current »

Ef yfirmaður þarf að samþykkja beiðni starfsmanns um að fara á tiltekið námskeið þá þarf að haka við Krefst staðfestingar á stofnspjaldi námskeiðs.

Þegar starfsmaður skráir sig á námskeið sem krefst staðfestingar þá fær viðkomandi þátttakandastöðuna Bíður samþykkis, undir þátttakendaflipa námskeiðsins í Kjarna client.

Yfirmaður viðkomandi starfsmanns fær tölvupóst þess efnis að starfsmaður óski eftir að fara á námskeið.

Ef viðskiptavinir eru ekki með Kjarna vef þá er hægt að breyta stöðunni hér þegar tekin hefur verið ákvörðun um hvort starfsmaður megi fara á viðkomandi námskeið.

Ef viðskiptavinir eru með Kjarna Vef þá getur yfirmaður samþykkt eða hafnað námskeiðsbeiðninni undir Mannauður > Beiðnir.

Þegar yfirmaður hefur samþykkt eða hafnað beiðni fær starfsmaðurinn tölvupóst þess efnis.

  • No labels