Í spjaldið Meðmæli vistast upplýsingar um þá meðmælendur sem umsækjandi skráir á umsóknarvef, sé þess spurt í umsóknarferlinu.
Ef hringt er eftir meðmælum þá er hægt að skrá niðurstöðuna á viðkomandi spjald í svæðið Lýsing.
Meðmælaspjaldinu er hægt að viðhalda með því að fara í listann Meðmæli sem aðgengilegur er í hliðarvalmynd eða með því að fara í Umsækjendatré sem einnig er aðgengilegt í hliðarvalmynd.
Listinn meðmæli:
Leitað er að viðkomandi umsækjanda og tvísmellt á nafnið hans.
Lýsing er skráð og færslan svo vistuð með því að smella á Geyma og loka.
Umsækjendatré
Viðkomandi umsækjandi er fundinn og tvísmellt á spjaldið Meðmæli.
Þá koma upp þær færslur sem þegar hafa verið stofnaðar, sjá yfirlit hægra megin. Viðeigandi færsla er valin, lýsingu bætt á og smellt á Geyma og loka hnappinn.
General
Content
Integrations