Hámarksfjöldi þátttakenda lækkaður
APPAIR-584
Þegar hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiði var lækkaður kom upp melding um að breyta þyrfti þátttökustöðu þátttakenda til samræmis við það. Það var aftur á móti hægt að vista breytingarnar án þess að breyta þátttökustöðu einhverra þátttakenda. Þessu hefur nú verið breytt þannig að ekki sé hægt að vista breytinguna nema breyta þátttökustöðu einhverra þátttakenda til samræmis við hámarksfjöldann.
Stofna námskeið - Breytingar á skjámynd
Talsverðar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á skjámyndinni þar sem námskeið er stofnað og því viðhaldið.
Þátttakendur á biðlista færast sjálfkrafa inn á námskeið ef einhver afskráir sig
APPAIL-2430
Þegar það eru þátttakendur skráðir á biðlista á námskeið og einhver af þeim sem er skráður afskráir sig flytur kerfið sjálfkrafa þann sem var fyrstur inn á biðlista inn á námskeiðið og breytir þátttökustöðu viðkomandi úr "Á biðlista" í "Skráður".
Hámarksfjöldi námskeiðs hækkaður - biðlistaþátttakandi færist sjálfkrafa upp
APPAIL-2412
Þegar hámarksfjöldi á námskeiði er hækkaður og þátttakendur eru skráðir á biðlista þá flytur kerfið sjálfkrafa þá þátttakendur inn á námskeiðið og breytir þátttökustöðu viðkomandi úr "Á biðlista" í "Skráður". Ef fleiri eru á biðlista en hámarksfjöldinn segir til um þá miðar kerfið við það að þeir sem fóru fyrstir á biðlista komast fyrstir inn á námskeiðið.