Bunkainnlestur
Nú er aftur hægt að eyða bunka í ferlinu bunkainnlestur.
Kjararannsókn - lífeyriss og stéttarfélagsspjöld
APPAIL-2643
Ef ekkert lífeyrissjóðs eða stéttarfélagsspjald finnst þegar skilagrein er keyrð þá birtist samt upphæð í réttan dálk,en ekkert stofnananúmer.
Launabókun
Hægt er að vera með mismunandi bókunarforrit á milli fyrirtækja í Kjarna. Eftirfarandi stillingar þarf að setja upp í Gildi í flipanum XAP:
Skipunin er Xap.PayBook.SendAction.1 þar sem .1 stendur fyrir fyrirtæki númer 1.
Gildið er síðan heiti bókhaldsforrits, t.d. PayBookSendNavisionAtvr.Action
Launaskráning - dagsetning grunnlaunaspjalds
Þegar laun eru skráð þá er sótt það grunnlaunaspjald sem er í gildi á lokadegi launafærslunnar sem verið er að vinna með.
Athugið! Þegar launaliður er handskráður þá eru dagsetningar strax sóttar í launalínuna og samningur, launaflokkur og þrep sótt inn í launalínuna út frá þeirri dagsetningu.
Þessar upplýsingara breytast ekki sjálfkrafa þó svo að dagsetningum sé breytt. Það þarf því að handbreyta upplýsingunum ef taxtinn á að vera annar.
Til að vera viss um að réttur samningur, lf. og þrep komi á færsluna í slíku tilfelli, þá þarf að byrja á að skrá dagsetningarnar áður en launaliðurinn er skráður inn.