Reikniliðir eru notaðir til að einfalda launavinnslu. T.d. eru þeir notaðir ef starfsmenn eru með margskipt laun, þá eru mánaðarlaunin skráð í fasta liði og restin skráð í reikniliði. Þetta minkar handavinnu í þeim tilvikum sem starfsmaður uppfyllir ekki vinnuskyldu sína. Þá hlutfallast reikniliðirnir í réttu hlutfalli við greidd mánaðarlaun. Einnig eru þeir notaðir til að safna upp ýmsum réttindum. Reikniliðir eru stofnaðir hér en eru síðan skráðir inn í reikniliðaspjald viðkomandi starfsmanns.
Reikniliður er stofnaður með grænum plús í tækjaslá og honum gefið númer og nafn.
Gildi er hægt að nota í reikniliðasegð, sjá hér á eftir.
Launaliður inn er sá launaliður sem gefur réttindin, hér er það launaliðu 1000 Mánaðarlaun
Launaliður út er sá launaliður sem á að verða til ef starfsmaður fær launalið 1000 Mánaðarlaun.
Reikniliðasegð er einföld forritun sem notendur geta sjálfir skráð inn með örlítilli kennslu
Result. vísar til þeirrar niðurstöðu sem óskað er eftir
Record. eru þau gögn sem "hermt" er eftir
PayRecordBaseUnit er grunneining
PayRecordAmount er upphæð
PayRecordSum er samtalan, grunnining x tímaeining x álag x upphæð.
Value er það gildi sem skráð er í svæðið Gildi efst í glugganum.
Ef ekki á að nota gildið úr svæðinu Gildi þá má handskrá það inn í formúluna.
Stofnun/Breytingar vistaðar með hnappnum Geyma og loka.