Viðhengi - listi
Í hliðarvalmynd í client, undir Mannauður, hefur verið bætt við listanum Viðhengi. Er þetta listi yfir öll þau viðhengi sem eru í kerfinu. Áður þurfti skipun til að komast í þennan lista en núna hefur verið bætt við sýn fyrir notandann þar sem hægt er að breyta skjölum og eyða. Eins er hægt að eyða mörgum viðhengjum í einu en það var ekki hægt áður.
Skilyrða tegund skjals í viðhengjaspjaldi
Búið er að skilyrða tegund skjals þegar skjal er hengt á starfsmann í viðhengjaspjaldi. Er því ekki hægt að hengja skjal á starfsmann án þess að velja inn tegund skjals.
Hlutlaus breytt í Kynsegin
Kyningu Hlutlaus hefur verið breytt í Kynsegin.
Þjóðskrártenging sæki líka þjóðerni og kyn við uppfærslu
Búið er að bæta við þjóðskrártenginguna að hún sæki núna líka þjóðerni og kyn þegar starfsmaður er uppfærður í Kjarna út frá þjóðskrá.
Vöntunarlisti - Réttindi
Búið er að uppfæra listann Vöntunarlisti - Réttindi þannig núna er nóg að skrá bara dagsetningu í Réttindi til til að starfsmaðurinn komi ekki upp í listann. Það verður að vera skráð dagsetning í þetta svæði, Réttindi til, til þess að starfsmaðurinn komi ekki upp í þessum lista.
Listinn Starfsmenn - bætt við svæðum
Bætt var við svæðum í listann Starfsmenn m.v. aðallaunamannanúmer. Þetta eru svæði úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þannig ef starfsmaður er í fleiri en einu starfi (á fleiri en eitt launamannanúmer) þá koma upplýsingar m.v. aðal launamannanúmerið í þennan lista. Ef óskað er eftir að fá upplýsingar um öll launamannanúmer þarf að taka út listann Tenging innan fyrirtækis.