Orlofsbeiðni - nafn starfsmanns í tölvupósti
Búið er að bæta við nafni starfsmanns í tölvupóstinn sem yfirmaður fær þegar starfsmaður sendir inn orlofsbeiðni.
Orlofsbeiðni - breyting tengd orlofstékki
Breyting var gerð þegar verið er að skrá/samþykkja orlofsbeiðni. Ef kveikt er á orlofstékki þá er núna hægt að skrá orlofsbeiðni/samþykkja orlofsbeiðni þrátt fyrir að vera ekki í Kjarna viðveru (hakað í Kjarni viðvera í vinnutímaspjaldi). Ef starfsmaður er í Kjarni viðvera þá er tékkað á orlofsstöðu þegar skráð er orlofsbeiðni.
Orlofsbeiðni - launalaust leyfi
Núna er hægt að senda inn beiðni fyrir launalausu leyfi og stjórnandinn getur samþykkt á Kjarna vef. Setja þarf inn stillingu til að tilgreina hvaða tegund stimplunar orlofsbeiðni fyrir launalausu leyfi á að fara á. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn skal senda beiðni á service@origo.is
Stjórnandi haldist inni þegar verið er að skoða starfsmann sem ákveðin stjórnandi
Ef valið er að skoða starfsmenn fyrir ákveðinn stjórnanda (stjórnandi valinn í Sjá sem), starfsmaður valin og svo bakkað til baka þá hélst stjórnandinn sem var valinn ekki inni. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmannalisti á Kjarna vef - birtir starfsmenn sem ekki hafa hafið störf
Starfsmannalistinn á Kjarna vef birtir núna líka þá starfsmenn sem ekki hafa hafið störf.