Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 13 Current »

Skráning launa - hnappurinn Launaseðill

Þegar unnið er í skráningarmynd launa er ávallt hægt að skoða launaseðil fyrir yfirstandandi vinnslu þ.e. um leið og einhver skráning er komin á starfsmann.

Sjálfgefið birtist starfsaldur á launaseðli en ef ekki er óskað eftir að birta hann á seðlinum þarf að setja inn stillingu í Gildi PaySlip.Show.RecruitmentTotal og setja false í gildi.

Til þess að birta persónuálag á launaseðli þarf að setja í Gildi stillinguna PaySlip.Show.PayTotalBonus og true í gildi.

Smellt er á hnapp í tækjaslá og opnast þá nýr flipi með launaseðli starfsmanns.

Fyrir kemur að launaseðill prentast ekki út á sama hátt og hann birtist á skjá. Þá er gott ráð að prófa að vista seðilinn sem PDF skjal. Ef seðillinn kemur eðlilegur í PDF skjali og prentast eðlilega út þannig, þá þarf að hafa samband við starfsmenn tölvudeildar og biðja um aðstoð varðandi prent driver.

Til að prenta óvistaðan launaseðil sem PDF skjal er einfaldast að smella á táknið Export Document í tækjaslá launaseðils, sjá mynd.

Einnig má velja prentaratáknið og velja þar Cute PDF, en það er aðeins lengri leið.

Skráning launa - hnappurinn Útborganir

Í tækjslá launaskráningar er hnappurinn Útborganir.

Hér er hægt að skoða eldri launaseðla starfsmanns fyrir tiltekna útborgun. Ein lína er valin og tvísmellt á hana, við það opnast launaseðill þeirrar línu. Ef búið er að vista launaseðil í skjalaskjáp opnast vistaður launaseðill.

Launaseðlar í launahring

Neðarlega vinstra megin við launahringinn er textinn Launaseðill. Þegar smellt er á þennan texta opnast valskjár þar sem hægt er að velja að prenta fyrir einn starfsmann eða alla og eða velja úrtak eftir afhendingarmáta. Einnig er hægt að velja um röðun seðla á skjá, í stafrófsröð, starfsmannanúmeraröð, eftir skipulagseiningu eða eftir kostnaðarstöð. Þegar útborgun er opin er bara hægt að prenta launaseðla úr launakeyrslu. Þegar búið er að loka útborgun og vista launaseðla í skjalaskáp er hægt að skoða vistaða launaseðla, ath það er mun fljótlegra að skoða vistaða launaseðla en að skoða launaseðla úr launakeyrslu.

Ef útborgun er lokuð þá ætti að vera til launaseðill í skjalaskáp. Byrjað er á því að reyna að finna það skjal. Ef það er til þá er það opnað.
Ef það er ekki til þá birtast skilaboð svo notandinn sé meðvitaður um að launaseðillinn sé myndaður en ekki sóttur í skjalaskáp.

Launaseðlar í útborgunarté

Í útborgunartré í hliðarvali Kjarna er hægt að nálgast launaseðla með því að hægri smella á valda útborgun. Þá kemur upp sami valskjár og opnast fyrir launaseðla í launahring.

  • No labels