Áætlaður útgáfudagur er 6. mars 2024.
Ef setja þarf inn stillingar tengt nýrri virkni þá fellur það ekki undir þjónustusamning. Lágmarksútskuldun fyrir stillingar er 30 mín og heildarútskuldun fer eftir umfangi stillinga hverju sinni.
Senda skal póst á service@origo.is til að óska eftir stilllingum.
Rafræn undirritun - kennitala í tölvupósti þegar undirritun er lokið
Ef eigandi skjals var Launamaður var kennitalan ekki að koma í tölvupósti þegar undirritun á skjali var lokið. Þetta hefur verið lagfært.
Tenging við tímaskráningakerfi - starfsmaður hættur
Þegar starfsmaður hættir þá dettur hakið úr Starfsmaður í tímaskráningakerfi. Í útgáfu 23.4.1 var bætt við í tenginguna við MyTimePlan að þegar starfsmaður hættir þá óvirkjast hann í MyTimePlan. Til þess að þessi virkni sé til staðar þá þarf hakið að vera áfram þegar starfsmaður hættir. Það var því gerð breyting að hakið dettur út nema þegar verið er að nota MyTimePlan, þá helst það inni.
Tenging við tímaskráningakerfi - breyting á launamannanúmersspjaldi
Bætt hefur verið við að við breytingar á launamannanúmersspjaldi þá kallar það í tenginguna við viðverukerfin. Ef tenging er við MyTimePlan þá skilar það upplýsingum sem eru í svæðinu Auðkenniskort þeim upplýsingum í svæðið Card number í MyTimePlan.
Mannauður - villa við vistun á Tenging innan fyrirtækis
Eftir útgáfu 23.4.1 voru einhverjir notendur að lenda í því að fá villu þegar þeir vistuðu spjaldið Tenging innan fyrirtækis. Aftur á móti vistuðust breytingarnar þrátt fyrir villuna. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmannavefur - Styrkir - villa ef einungis einn styrkur var í boði
Ef einungis einn stykrur er í boði þá birtist hann á flís á upphafsvalmyndinni. Ef sótt var um styrkinn beint á þessari flís þá kom villa. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmannavefur - Líkamsræktarstyrkur - komið í veg fyrir að hægt sé að sækja um hærri styrk
Gerð var lagfæring á því að ef reynt var að setja inn hærri upphæð en í boði er af líkamsræktarstyrk, eða það sem starfsmaðurinn átti eftir af styrknum, þá verður takkinn Sækja um óvirkur. Er því búið að koma í veg fyrir það að starfsmaður geti sótt um hærri styrk en í boði er.
Launabreyting - hægt að fela reitinn Mat á frammistöðu
Núna er hægt að fela reitinn Mat á frammistöðu ef hann er ekki notaður. Til þess að fela þennan reit þarf að setja inn stillingu í Kjarna. Ef óskað er eftir því að fela þennan reit skal senda beiðni á service@origo.is. ATH. að þessi reitur birtist alltaf þeim notendum sem er með admin aðgang.
Launabreyting - geta farið í breytingarham í launabreytingu
Búið er að bæta við að þegar verið er að vinna með launabreytinguna er hægt að fara í breytingarham strax á launabreytingunni. Núna þarf því ekki að hafna launabreytingu og senda nýja ef breyta á gögnum í launabreytingu.
Aldurshækkanir - Starfsaldur í fyrirtæki virkar ekki í þrepa og launaflokkahækkun
Ekki voru að koma fram tillögur í aldurshækkunum fyrir launaflokka- og þrepahækkun ef hækkanareglan var Starfsaldur í fyrirtæki. Þetta hefur verið lagfært.
Frammistöðumat - lagfæring þegar textar eru langir
Þegar textar voru langir í frammistöðumati, í spurningum eða texta, þá voru þeir ekki að birtast rétt. Þetta hefur verið lagað.