Mannauður - stofngögn fyrir hæfni
Búið er að bæta stofngögnum fyrir hæfni á Kjarna vefinn undir Mannauður.
Mannauður - síu bætt á dálka í listum
Bætt var við síu á dálka í listunum Orlofsbeiðnir og Samþykkt orlof. Einnig var dálknum Skipulagseining bætt við listana.
Mannauður - bætt við lengd námskeiðs
Þegar námskeið var skráð á starfsmann á Kjarna vefnum var ekki hægt að skrá lengd námskeiðs. Þessu var bætt við.
Teymið mitt - birta næsta yfirmann
Bætt var við að næsti yfirmaður birtist á flísinni Tenging innan fyrirtækis hjá starfsmanni.
Orlofsbeiðnir - ártali bætt við beiðnir
Ártalið var ekki að birtast á orlofsbeiðnum, einungis dagur og mánuður. Ártalinu var bætt við.
Dagpeningar - sjálfvalið gildi eða festa gildi
Á starfsmannavefnum var hægt að hafa stillt sjálfvalið gildi fyrir tegund eða festa gildi fyrir tegund. Þessari virkni hefur núna einnig verið bætt við á Kjarna vefnum. Ef óskað er eftir að bæta þessum stillingum við skal senda beiðni á service@origo.is