Sjálfvirkar keyrslur - ný virkni
Búið er að endurgera sjálfvirkar keyrslur í Kjarna. Áður þurfti að stofna færslu fyrir hvern dag sem sjálfvirk keyrsla á að keyra en búið er að betrumbæta þetta ferli í nýrri virkni. Setja þarf upp þessa virkni hjá öllum viðskiptavinum og verður það gert jafnt og þétt á komandi vikum. Ráðgjafar Origo munu sjá um þessa uppsetningu.