Sjálfvirkar keyrslur - ný virkni
Búið er að endurgera sjálfvirkar keyrslur í Kjarna. Áður þurfti að stofna færslu fyrir hvern dag sem sjálfvirk keyrsla á að keyra en búið er að betrumbæta þetta ferli í nýrri virkni. Setja þarf upp þessa virkni hjá öllum viðskiptavinum og verður það gert jafnt og þétt á komandi vikum. Ráðgjafar Origo munu sjá um þessa uppsetningu.
Vefþjónusta fyrir starfslok
Útbúin var vefþjónusta fyrir starfslok. Ef óskað er eftir að fá upplýsingar um þessa vefþjónustu skal senda beiðni á service@origo.is
Aðgangur takmarkaður að Kjarna vef
Búið er að takmarka aðgang að Kjarna vef og þarf núna að vera aðgangur í hlutverki notanda til að hann geti skráð sig inn á Kjarna vefinn. Admin notandi kemst alltaf inn á Kjarna vefinn. Búið er að uppfæra öll hlutverk á kerfum viðskiptavina sem eiga að hafa aðgang að Kjarna vef en ef notandi lendir í vandræðum með að skrá sig inn skal senda beiðni á service@origo.is