Þessi aðgerð vistar launaseðla sem XML skrá sem síðan er lesin inn í viðskiptabanka fyrirtækis til birtingar í netbönkum starfsmanna. Kjarni man síðasta skráarnafn og kemur sjálfkrafa með það. Reiknistofa bankanna gerir þá kröfu að allir launaseðlar beri sambærilegt nafn, en það er kennitala fyrirtækis, bókstafirnir LS fyrir launaseðil. Dæmi : S:\Kjarni\Laun\Launaseðlar\1111111111LS_23082017_01.xml Sjá nánar hér. Þeir starfsmenn sem merktir eru með afhendingu launaseðla í pósti koma ekki í XML skrá. Til eru 4 stílsnið í Kjarna fyrir launaseðla í heimabanka KJAR-001 er fyrir sjálfgefið stílsnið KJAR-002 er fyrir starfsaldur til viðbótar í haus á launaseðli KJAR-003 er fyrir persónuálag til viðbótar í haus á launaseðli KJAR-004 er fyrir bæði starfsaldur og persónuálag til viðbótar í haus á launaseðli. Það stílsnið sem nota á er sett sem Gildi í stillingar 001 fyrir KJAR-001 og 002 fyrir KJAR-002 osfrv. PaySlip.Stylesheets.Default
Logo á launaseðlum; Logo fyrirtækja fylgir ekki með í launaseðlaskránni sem er skrifuð úr Kjarna, það er aðeins txt. skrá. Ef það þarf að breyta/bæta við logo á launaseðlum þarf að senda logo í tölvupósti til viðskiptabanka og biðja um að skipta út gamala logoinu. |
General
Content
Integrations