Starfsmaður - aldur og fæðingardagur uppfærist ef kennitölu er breytt
Ef starfsmaður var stofnaður í Kjarna með rangri kennitölu þá voru fæðingardagur og aldur ekki að uppfærast þegar kennitalan var lagfærð. Virknin hefur verið lagfærð þannig að þessi svæði uppfærast þegar kennitala er leiðrétt.
Áminningar - senda áminningar við upphaf starfs út frá CreateDate
Nú er hægt að senda áminningar við upphaf starfs út frá CreateDate (stofnað þann). Þessar áminningar er hægt að senda daginn eftir (eða seinna) eftir að starfsmaður er stofnaður í Kjarna. Ekki er hægt að láta þessar áminningar sendast samdægurs (sama dag og starfsmaður er stofnaður).
Mannauður > Orlof - Svæðum bætt við listann
Í listann Mannauður > Orlof (EmployeeDetailHoliday.List) var bætt við svæðum (dálkum) svo hægt sé að draga þau inn í listann. Þessi nýju svæði eru; Flokkun númer, Flokkun nafn og Starfshlutfall.
Mannauður > Stéttarfélög - Svæðum bætt við listann
Í listann Mannauður > Stéttarfélög (EmployeeDetailUnion.List) var bætt við svæðum (dálkum) svo hægt sé að draga þau inn í listann. Þessi nýju svæði eru; Starf, Starf nr. Launafulltrúi, Launafulltrúi nr. og Erfður launafulltrúi.
Aðgangur að flipanum Launakerfi í starfsmannaspjaldi
APPAIL-10256
Viðbótaraðgangsstýringu hefur verið bætt við fyrir flipann Launakerfi í starfsmannaspjaldi. Þeir viðskiptavinir sem nota þennan flipa þurfa því að senda póst á service@origo.is og tiltaka í hvaða aðgangshlutverk bæta eigi þessum aðgangi í.
Launafulltrúi erfður af skipulagseiningu
Ef launafulltrúi, sem skráður er á starfsmann, er erfður af skipulagseiningu þá kemur hann í dálkinn Erfður launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Ef launafulltrúi er skráður á starfsmann í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis þá kemur hann í dálkinn Launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Hafa þarf því báða þessa dálka í listunum ef verið er að nota þessa flokkun fyrir starfsmenn.
Sama notendanafn sett á annan starfsmann - athugasemd
Ef sama notendanafn er sett á annan starfsmann í starfsmannaspjaldi kemur athugasemd þess efnis. Aftur á móti var þessi athugasemd ekki að koma þegar notendanafn var sett á starfsmann í gegnum starfsmannalistann > Select lista. Þetta hefur verið lagað og núna kemur athugasemdin líka þar.