Tölvupóstur sendur á umsækjanda - netfang í stað númers
Þegar tölvupóstur er sendur á umsækjanda kemur melding um að hann hafi verið sendur. Í þeim skilaboðum er að koma númer umsækjanda en því hefur nú verið breytt í netfang.
Ráðningarferli - leit í reitnum Land
Leitin í reitnum Land var lagfærð og bætt við textaleit.
Auglýsing - sjálfvalið staðfestingarbréf birtist í reitnum
Það er stilling í kerfinu þar sem skilgreint er hvaða staðfestingabréf er sjálfvalið þegar auglýsing er stofnuð. Aftur á móti þegar auglýsing er stofnuð birtist heitið á þessu bréfi ekki í reitnum. Það hefur verið lagað og birtist núna það bréf sem er sjálfvalið þegar verið er að stofna auglýsingu en hægt er að yfirskrifa það með því að velja annað staðfestingarbréf úr listanum.