Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 18 Current »

Þegar búið er að ganga úr skugga um að launavinnslunni sé lokið er keyrð aðgerðin Loka útborgun í launahringnum.

Valskjárinn sem nú kemur upp er einvörðungu til að fullvissa launafulltrúann um að rétt útborgun sé valin.

Smellt er á hnappinn Loka útborgun og þá kemur upp skilaboðagluggi þar sem fram koma upplýsingar um

villur og aðavaranir. Hægt er að raða þessum upplýsingum og sía á ákveðnar villur eða aðvaranir að vild.


Mikilvægt að skoða vel allar aðvaranir og villur áður en útborgun er lokað og leiðrétta ef við á.

Ef allt er í lagi þá er slegið inn Aðgangorðið Loka og smellt á hnappin Loka útborgun.

Upp kemur Aðgerðarsaga, hægt er að skoða hana nánar með því að smella á örvar fyrir framan hverja aðgerð

fyrir sig, síðan er smellt á Loka og þá hverfur glugginn af skjánum og útborgun hefur verið lokað.

Nú er ekki lengur hægt að gera breytingar á gögnum í þessari útborgun.



Senda launaseðla í banka


Þegar búið er að loka útborgun er hægt að senda launaseðla í banka. Launaseðlar eru vistaðir á S-drif eða annan stað sem XML skrár sem síðar eru lesnar inn í netbanka fyrirtækis.
Til að sækja skrá sem XML er farið í Launaseðlar í netbanka í hliðarvalmynd launa.



Kjarni kemur með kennitölu fyrirtækis, ásamt útborgunardagsetningu, en það er það form sem Reiknistofan krefst í heiti launaseðla. Í lok heitis kemur _01 en það er notað ef senda þarf fleiri en eina skrá á sama degi, þá er _01 breytt í _02.



Kjarni geymir söguna í aðgerðaskrá, þannig að ef reynt er að vista sömu skrána aftur, opnast samtalsgluggi þar sem spurt er hvort yfirskrifa skuli fyrri skrá. Þar er einnig nefnt að ef það eigi að búa til viðbótarskrá þá skuli hækka númerið úr _01 í _02

Senda bankaskilagreinar í banka

Bankaskilagreinar þarf einnig að senda sem XML skrár í gegnum netbanka fyrirtæka. Launa- og orlofsskilagreinar á xml formi eru sóttar í listann Skila í launahringnum.

  • No labels