Allir listar og grunngögn sem tilheyra launum eru aðgengilegir í hliðarvalmyndinni undir Kjarni og Laun.
Smellið á myndina til að stækka hana.
Allir listar og grunngögn sem tilheyra launum eru aðgengilegir í hliðarvalmyndinni undir Kjarni og Laun. Hliðarvalmyndin er tvískipt, fyrst koma ýmsar aðgerðir og þar fyrir neðan koma listarnir. Þegar smelt er á tákn eða texta þá opnast listi yfir allar færslur þeirra stofngagna sem valin eru. Þessi listi er aðeins til skoðunar, en ef tvísmellt er á eina línu þá opnast viðkomandi spjald og þar er bæði hægt að að setja inn nýjar færslur í gildandi lista, viðhalda núverandi gögnum eða eyða. Þessum listum fylgir stöðluð tækjaslá og ef smellt er á táknið "Select" lengst til hægri í tækjaslánni þá opnast listinn í nýjum flipa og þar er hægt að viðahalda gögnum beint úr listanum. Athugið að þegar færslu er breytt eða eytt í viðkomandi lista, getur það haft áhrif á eldri færslur. |