Listinn námskeiðsspjald bara með starfsmönnum í starfi
APPAIL-2845
Listinn Kjarni > Fræðsla > Námsskeiðsspjald keyrist núna upp bara með starfsmönnum sem eru í starfi. Áður voru starfsmenn með ráðningarmerkinguna 'Hættur' og 'Á starfslokasamning' að koma í listann.
Yfirflokkur tengdur á námskeiðsflokk - virkja leit
APPAIL-2852
Þegar námskeiðsflokkur eru stofnaður er komin vallisti á bakvið yfirflokk og því hægt að velja úr lista. Áður vantaði vallista og þurfti að setja inn númer yfirflokks.
Vista hnappi bætt inn á alla flipa námskeiðs
APPAIL-2738
Vista hnappi hefur verið bætt inn á alla flipa námskeiðs, þ.e. Stofngögn, Tími og markhópur og Þátttakendur. Það er því núna hægt að vista breytingar í hverjum flipa fyrir sig án þess að þurfa að fara í Geyma og loka til þess að vista þær breytingar sem gerðar hafa verið.
Fríska uppfærir uppbyggingu námskeiðstrés
APPAIL-2853
Ef uppbyggingu námskeiðstrés var breytt, t.d. með því að tengja námskeiðsflokk á yfirflokk, þá uppfærðist tréð ekki þrátt fyrir að smellt væri á fríska hnappinn. Þetta hefur nú verið lagað.
Netfangi bætt við í þátttakendalisti á námskeiði
APPAIL-3006
Bætt hefur verið við netfangi og netfangi vinna í þátttakendalistann í flipanum Þátttakendur inni á námskeiði.