Lagfæring á fundaboðavirkni
Fundaboða virknin var lagfærð þannig að þátttakendastaða einstaklings sem er á biðlista uppfærist ekki eftir að námskeið hefst þrátt fyrir að annar einstaklingur sé afskráður. Sjálfvirkar uppfærslur virka allt fram til upphafs þess dags sem námskeið er haldið.
Tilvísun á námskeið af innri vef inn á starfsmananvef
Bætt var við virkni sem gerir það að verkum að nú er hægt að birta upplýsingar um laus námskeið á innri vef fyrirtækja. Þegar starfsmaður smellir á námskeiðið á innri vefnum þá vísar hlekkurinn honum inn á upplýsingar um námskeiðið í gegnum starfsmananvefinn.