Opinber gjöld starfsmanna
Þegar opinber gjöld eru skráð/innlesin á starfsmann, er ekki lengur í boði að velja "Óskilgreint".
Stofna fleiri en tvö launamannanúmer
Þegar reynt var að stofna fleiri en tvö launamannanúmer í spjaldinu "Launamaður" sótti kerfið alltaf sjálfkrafa aftur launamannanúmer 2 og heimilaði ekki að stonfuð væru fleiri en tveir launamenn. Þetta hefur nú verið lagað og hægt er að stofna fleiri númer í spjaldinu launamenn.
Velja launahóp fyrir starfsmann í spjaldinu Grunnlaun
Þegar velja átti launahóp fyrir starfsmann í grunnlaunaspjaldi hans virkaði ekki (...) til að fá upp alla launamannahópa í kerfinu. Þá birti kerfið ekki heldur heiti hópsins sem valinn var í spjaldinu.
Yfirskrifuð hlutföll í Lífeyrissjóðsspjaldi starfsmanns
APPAIL-3059
Nú er boðið upp á 2 aukastafi í hlutföllum, bæði fyrir iðgjald starfsmanns og fyrir mótframlag launagreiðanda.
Útreiknuð greidd stöðugildi
Ef launamaður var með tvö vinnutímaspöld í gildi á launatímabilinu þá reiknaðist stöðugildi bara á seinna spjaldið, þetta hefur nú verið lagað.
Nýjum svæðum bætt inn í Fyrirtækjalista
Númer kostnaðarstöðva, hvort úborgun sé opin eða lokuð og yfirskrifaður texti launaliðar.
FJS skýrsla til Fjársýslu ríkisins
Skýrsla sem skilað er inn til Fjársýslu ríkisins, setja þarf stillingu í gildi (FJS = true ) til að FJS skýrslan birtis í hliðarvalmynd.