EmployeeAll* þjónustur skila framtíðargildum úr færslum í Tenging innan fyrirtækis
Vefþjónusturnar sem skilar upplýsingum um færslur úr spjaldinu Tengingar innan fyrirtækis voru að skila alltaf nýjustu færslunni en ekki þeirri færslu sem er virk í dag ef framtíðarfærslur voru skráðar. Þetta hefur verið lagað og skilar núna vefþjónustan þeirri færslu sem er virk í dag.
Merking á skipulagseiningu - óvirk
Ef skipulagseining er hætt í notkun er hægt að haka í "Óvirk". Hættir skipulagseiningin þá að birtast í listanum yfir skipulagseiningar undir Stofnskrár > Skipulagseiningar nema valið sé sérstaklega að birta þær skipulagseiningar sem eru með hakað í "óvirk". Einnig hætta þessar skipulagseiningar að birtast í valskjá þegar leita á eftir skipulagseiningum.
Merking á stöðu - óvirk
Ef staða er hætt í notkun er hægt að haka í "Óvirk". Hættir staðan þá að birtast í listanum yfir stöður undir Stofnskrár > Stöður nema valið sé sérstaklega að birta þær skipulagseiningar sem eru með hakað í "óvirk". Einnig hætta þessar stöður að birtast í valskjá þegar leita á eftir stöðum.
Rangur yfirmaður birtist í listum fyrir menntun, hæfni, hlutir í láni og réttindi
Þegar listar voru teknir úr Mannauður - Menntun, Hæfni, Hlutir í láni og Réttindi var ekki að birtast réttur yfirmaður m.v. Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur verið lagað.
Jafnlaunavottun - Viðmið - Stöður
Bætt var við svæðum sem hægt er að velja inn sem dálka í listann. Einnig hefur verið hraðað á listanum þar sem hann var talsvert hægur þegar margar línur voru komnar í listann. Það hægir þó á listanum að draga svæðið Þrep lýsing inn í listann. Án þess svæðis á hraðinn aftur á móti að vera fínn.
Intellecta - Ábyrgðarstig í listann Tenging innan fyrirtækis
Svæðið Intellecta - Ábyrgðarstig er nú hægt að draga inn í listann Tenging innan fyrirtækis og hægt að sía gögnin eftir þessu svæði, t.d. sía á alla stjórnendur í þrepi 1.
Óformuð kennitala
Í öllum listum undir Kjarni > Mannauður er fremst birt kennitala starfsmanns með bandstriki. Þetta hefur valdið óþægindum í ákveðnum listum sem notendur eru mikið að taka út í Excel og mögulega fletta upp við gögn úr öðrum kerfum. Þá hefur notandi oft þurft að byrja á að taka bandstrikið út úr kennitölusvæðinu áður en farið er í að fletta upp á milli gagnanna. Til hagræðis hefur því óformuðu kennitölusvæði verið bætt við listana Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun, Fastir launaliðir og Skattkort, sem eru þeir listar sem við höfum helst fundið að notendur séu að taka út og fletta upp á móti öðrum gögnum. Svæðið er hægt að draga inn í listann úr Velja dálka. Endilega sendið línu á service@origo.is ef þið saknið svona svæðis í öðrum listum.
Dagsetningatékk í spjöldum
Dagsetningatékk í mannauðs- og launaspjöldum hafa verið yfirfarin svo tryggt sé að ekki sé hægt að stofna ólöglegar færslur m.t.t. dagsetninga.
Vottorð vinnuveitanda
Í hliðarvalmynd undir skýrslur er nú hægt að taka út vottorð vinnuveitenda. Starfstímabil er birt út frá ráðningasambandi í tengingar innan fyrirtækis og svo færslum í vinnutímaspjaldi.