Kjararannsókn - orlofsprósenta
Í sumum tilfellum var orlofsprósentan ekki að koma inn í skýrsluna, þetta hefur nú verið lagað.
Hausar úr dálkalistum birtast ekki í Jafnlaunavottunar skýrslu
Heiti dálka úr dálkalistum kemur nú rétt í skýrslum sem dálkalistinn er tengdur.
Lífeyrissjóðsspjald - Reikniregla
Þegar ný færsla er stofnuð í lífeyrissjóðsspjaldi er ekki hægt að hafa tómt í reiknireglu, hægt er að velja gildi úr fellilista
Endurreikna stöðugildi
Aðgerðin var endurbætt og er nú mun hraðari
Aðgerðir fyrir bókun
Búið er að hraða aðgerðum fyrir bókun
Ávinnslur - færslur án kennitalna
Þegar færslur komu frá ávinnsluskrá kom ekki kennitala launamanns með í færsluna, þetta hefur nú verið lagað þannig að kennitalan er alltaf með
Launaseðill - orlofsreikningur
Ef starfsmaður á ekki orlofsreikning þá kemur það svæði tómt í haus á launaseðli, áður kom "Orlofsreikning vantar"
Lífeyrissjóðsspjald - reiknireglur og hlutföll
Í lífeyrissjóðsspjaldi launamanna er ekki lengur hægt að velja reikniregluna "Óskilgreint". Texta í reiknireglum var einng breytt til að skýra vrikni betur
Starfsendurhæfingasjóður - yfirskrifa hlutfall
Í lífeyrissjóðsspjaldi launamanna er nú hægt að yfirskrifa hlutfall í starfsendurhæfingasjóð
Samþykkt launa með niðurbroti á launamannanúmer
Nú er hægt að samþykkja laun niður á launamannanúmer, áðu var launasamþykkt á starfsmannanúmer
Heildarlaunakostnaður og Frádráttur á launaliði 9001 og 9002
Heildarlaunakostnaður og frádráttur á launaliði 9001 og 9002 eru nú með sundurliðun á launamannanúmer, persónuafsláttur kemur einungis á annað launamannanúmerið.
Skrá áætlun - aðgangur fyrir yfirmenn
Nú er hægt að gefa yfirmönnum aðgang að launaáætlun þannig að þeir geti skráð inn laun í áætlunina
Vottorð vinnuveitanda
Í hliðarvalmynd undir skýrslur er nú hægt að taka út vottorð vinnuveitenda. Starfstímabil er birt út frá ráðningasambandi í tengingar innan fyrirtækis og svo færslum í vinnutímaspjaldi. Ráðningamerkingar sem teljast til ráðningasambands eru Í starfi, Á starfslokasamningi, í fæðingarorlofi og í veikindaleyfi
Stofna stéttarfélag, lífeyrissjóð og launaliði
Ef þessar stofnupplýsingar eru stofnaðar með grænum plús þá erfast ekki neinar upplýsingar af öðrum stofnupplýsingum
Launatöflur - stofna nýjan samning
Þegar nýr samningur er stofnaður kemur hann strax fram í skjámyndinni