Valskjár fyrir listann Umsóknir var ekki að birta réttar niðurstöður
Þegar valið var inn í valskjáin í listanum Umsóknir gildi fyrir umsóknarröðun var verið að birta niðurstöður fyrir umsækjandaröðun. Þetta hefur verið lagað.
Fylla tölfræðitöflu fyrir eyðingar
Áður en byrjað er að nota eyðingarforrit til þess að eyða umsóknum/umsækjendum þá þarf að keyra skipun sem vistar alla eldri tölfræði í tölfræðitöfluna. Skipunin er RCApplicationStatistic.CreateAll. Upplýsingar þeirra umsækjenda sem sækja um eftir þennan tíma vistast svo til viðbótar í tölfræðitöfluna þannig að það þarf ekki að keyra þessa skipun aftur. Sjá nánar hér
Flytja marga umsækjendur uppfærir gögn starfsmanns ef við á
Aðgerðin Flytja marga umsækjendur flytur umsækjendur yfir í mannauðshluta Kjarna og stofnar á þá viðeigandi starfsmanna- og launaspjöld, sjá nánar hér. Ef umsækjandi var aftur á móti þegar til sem starfsmaður í Kjarna þá voru engar upplýsingar vistaðar á hann úr ráðningarferlinu heldur þurfti að handskrá gögnin mannauðsmegin. Nú hefur verið bætt inn virkni þannig að starfsmanna- og launagögn eru uppfærð þegar umsækjandi, sem einnig er til sem starfsmaður, er fluttur yfir í gegnum aðgerðina Flytja marga umsækjendur. Þannig kemur endadagsetning á eldri gögn og nýjar færslur stofnaðar m.v. nýja ráðningardagsetningu, eftir því hvaða upplýsingar eru skráðar í ráðningarferlinu.