Uppfæra alla starfsmenn í Active Directory
Staðfestingarglugga hefur verið bætt framan við aðgerðina Uppfæra alla starfsmenn í Active Directory svo notendur smelli ekki óvart á hana og sendi alla yfir þegar ætlunin var eingöngu að senda valinn starfsmann yfir með aðgerðinni Uppfæra starfsmann í Active Directory.
All vefþjónustur skila framtíðarstarfsmönnum
Lagfæring var gerð svo allar All starfsmannavefþjónustur skili starfsmönnum sem búið er að skrá fram í tímann en ekki hafa hafið störf ennþá.
Vefþjónusta sem skilar öllum færslum starfsmanna úr Tenging innan fyrirtækis
Hingað til hafa verið til staðlaðar starfsmannavefþjónustur sem skila núverandi færslum allra starfsmanna, eða núverandi færslum virkra starfsmanna. Nú hefur einnig verið bætt við annarri staðlaðri starfsmannavefþjónustu sem skilar öllum færslum, allra starfsmanna úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þessa vefþjónustu er því hægt að nota til þess að birta sögu starfsmanna, t.d. í BI tólum. Þjónustan er /api/HrData/EmployeesAllOrg. Endilega sendið póst á service@origo.is ef þið viljið láta virkja þessa, eða aðrar þjónustur.