Aðgerð fyrir stofnun starfsmanns í DK
Ný aðgerð, Senda starfsmann í DK, er aðgengileg undir flipanum Aðgerðir í kerfisvalmynd Kjarna. Hún nýtist þeim viðskiptavinum sem nota DK bókhaldskerfið.
Ráðningardagsetningu bætt við starfsmannavefþjónusturnar
Starfsmannavefþjónusturnar skila nú upplýsingum um ráðningardagsetningu starfsmanns úr spjaldinu Starfsmaður. Þessar upplýsingar er m.a. hægt að nýta ef viðskiptavinir vilja birta yfirlit yfir nýja starfsmenn á innri vef.
Tungumálastuðningur
Gerðar hafa verið viðbætur við tungumálastuðning Kjarna. Nú er hægt að þýða allar spurningar til notkunar í ráðningahluta, frammistöðumati, gátlistum og námskeiðsmati. Sjá nánar hér.
Kostnaðarstöðvar
Nú getur notandi slegið inn númeri í vísir svæði Kostnaðarstöðva.
Þar með verður notandinn alltaf að slá inn í það svæði, það mun ekki fyllast út í það sjálfkrafa eins og var áður.
Flýtilyklar
Flýtilyklar hafa verið yfirfarnir og virkjaðir þeir flýtilyklar sem ekki voru að virka. Nánari upplýsingar um flýtilykla er að finna hér.
Listar fluttir í excel
Upphæðir flytjast nú aftur á réttu formatti úr Kjarna yfir í excel, ef aukastafir voru í Kjarna, þá koma aukastafir í excel.
Dagsetningar flytjast á réttu formatti úr Kjarna í Excel, en ef klukka fylgir dagsetningunni, þá verður formattið ###### þar sem dálkurinn opnast of lítill í excel. Hægt er að draga dálkinn til með músinni til að stækka hann og birta þannig dagsetningu og klukku.
Enn eru nokkur svæði sem koma formöttuð sem texti, en þar er helst að nefna kennitölur, launaliði og símanúmer.
Aðgangsstýringar fyrir Samtalstölur í útborgun
Aðgangsstýringum hefur verið bætt við helluna Samtalstölur í útborgun á helluvalmynd launa þannig að hægt sé að hafa þessa hellu aðgengilega fyrir þá notendur sem ekki hafa aðgang að launum allra starfsmanna.