Skilagreinar innheimtuaðila
Hliðarval Kjarna > Laun > Innheimtur
Bætt hefur verið við vali um á hvaða formi skuli skila innheimtum. ATH! Notendur þurfa sjálfir að merkja við hvorn sendingarmátann þeir vilja nota.
Annars vegar er val um að skilagrein verði send sem .txt skjal og hins vegar að hún verði send sem html skjal.
Áður voru bæði skjölin send en það hefur valdið óþægindum í nýrri vefþjónustu Tollstjóra.
1) Innheimta merkt Skilagrein send sem txt
.... tölvupóstur skilar textaskjali eingöngu, enging mynd með í tölvupóstinum.
2) Innheimta merkt Skilagrein send sem HTML
.... tölvupóstur skilar HTML mynd af skilagrein
Ávinnsla - stofnupplýsingar
Í flipanum Almennt var hægt að haka við svæði sem voru ekki virk, þau hafa nú verið fjarðlæg úr skjámyndinni.
Enduropna útborgun - skattkortum bakkað
Ef launamaður átti ónotað persónuafslátt sem nýttur var í útborgun sem var svo enduropnuð þá kom ekki rétt upphæð í ónýttan, þetta hefur nú verið lagað þannig að ef útborgun er enduropnuð þá kemur rétt upphæð í ónýttan persónuafslátt. Einng var það lagað að ef engin dagsetning var skráð í síðasta notað þá verður það einnig svo ef útborgun er enduropnuð.
Áramótastaða á launaseðli - Söfnun
Nú er hægt að ráða röðun á safnhópum í áramótastöðu launaseðils
Reikna launa - tvísmellt á aðgerð
Ef notandi tvísmellti óvart á aðgerðina "Reikna laun" þá fór reikningur tvisvar í gang, þessu hefur nú verið breytt þannig að reikningur fer einu sinni af stað þrátt fyrir að tvísmellt sé á þess aðgerð.
Grunnlaunaspjald - samlagning með aukaflokkum og aldurshækkanir
Bætt var við samlagningu fyrir launaflokk, samlagning Grunnlaunaflokks plús aukaflokka ( Símenntunarflokkar, Menntunarflokkar ofl.) flyst nú yfir í svæðið Launaflokkur á grunnlaunaspjaldi. Þetta á bæði við þegar færsla er handskráð eða stofnuð með aðgerð fyrir aldurshækkanir.
Orlofsprósenta í jafnlaunavottunarskýrslu
Orlofsprósentu starfsmanns er nú hægt að birta í jafnlaunavottunarskýrslunni, Kjarni > Skýrslur > Jafnlaunavottun. Svæðinu var m.a. bætt við skýrsluna þar sem þetta er eitt af þeim svæðum sem gott hefur verið að fylgi með í gögnum sem lesin eru inn í PayAnalytics.
Afturvirkar leiðrétting launa við breytingu á persónuálagi
Nú er hægt að nota aðgerðina fyrir afturvirkar launaleiðréttingar ef breyting verður á persónuálagi.
Lokun útborgunar - annar notandi getur ekki reiknað eða breytt færslum eftir lokun
Það kom upp að notandi 1 og notandi 2 voru báðir með opna skjámyndina 'Skrá laun', ef notandi 1 lokaði útborgun án þess að notandi 2 færi út úr skjámyndinni gat hann reiknað laun eftir að notandi 1 var búinn að loka útborgun. Þessu hefur nú verið breytt þannig að hvorki notandi 1 né notandi 2 getur reiknað eða breytt færslum.
Fyrirtækjalisti og dálkalisti - bæta við útreiknuðum aldri
Útreiknuðum aldri launamanns hefur nú verið bætt inn sem vali/Svið í Fyrirtækjalista og Dálkalista. Útreiknaður aldur miðast við síðasta dag bókunarmánaðar.
Deilitala fastra launaliða í skuldbindingu
Gerður hefur verið greinarmunur á notkun á gildum fastra launaliða við útreikning skuldbindingar út frá merkingu þeirra.
Ef launaliður er merktir tímar, þá eru þeir tímar áfram notaðir við útreikning skuldbindinga.
Ef launaliður er merktur sem eining, þá er hlutfall ávinnslu margfaldað með einum óháð því gildi sem skráð er á starfsmann í föstum liðum. Þetta er gert til þess að hlutfölluð ávinnsla verði ekki hlutfölluð á ný í skuldbindingu.