Reiknað stöðugildi þegar starfshlutfall er núll
Nú reiknast greidd stöðugildi á launalið 9700 þegar starfshlutfall er núll í vinnutímaspjaldi
Svæðum bætt inn í listann yfir skattkort
Svæðunum Greiðsluform og Aðalaunamannanúmer hefur verið bætt inn í listann fyrir skattkort. Listinn keyrist nú upp með þessum upplýsingum.
Listinn eru undir Mannauður - Skattkort.
Festa númer stofnunar á launalið
Hægt er að skrá númer stofnunar ( Innheimtur/ Stéttarfélag ) á launalið í stofnupplýsngum launaliða. Númer stofnunar erfist í skráningu launa, hentar t.d vel á launalið sem er frádráttur fyrir starfsmannafélag og launalið fyrir meðlag.
Heiti banka
Heiti banka birtist nú í stofnupplýsingum lífeyrissjóða og innheimtna.
Villuskilaboð fyrir mínuslaun
Ef útborguð laun launamanns fara í mínus kemur nú villumelding á launalið 9998.
Villuskilaboð fyrir mínus orlof í banka
Ef orlof lagt í banka fer í mínus á launamanni þá kemur nú villumelding á launalið 9998
Bankaupplýsingar stéttarfélaga og innheimtna
Hægt er að skrá bankaupplýsingar stéttarfélaga í stofnupplýsingum stéttarfélaga. Heiti útibúa kemur nú fram þegar bankaupplýsingar eru skráðar í stofnupplýsingum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og innheimtna. Skráðar bankaupplýsingar koma nú fram á öllum skilagreinum.
Útreikningur persónuaflsáttar þegar eru tvö launamannanúmer á sitt hvoru tímabili
Ef starfsmaður er með annað launamannanúmerið á fyrirfram greiddum launum og hitt á eftirá þá skiptist nú persónuaflsátturinn og greidd staðgreiðsla eftir greiðsluformi launamanns.
Skattkort eftir uppfærslu launa 'Síðast notað'
Ef skattkort er skráð út í 'Skattkort út' um miðjan mánuð t.d 15.10.2018 þá kemur sú dagsetning í ´Síðast notað' þegar útborgun er lokað. Persónuafsláttur reiknast fyrir þann dag sem skattkortið er skráð út, í þessu dæmi til og með 15.10.2018.
Skattkort - svæðið 'Skattkort inn' fjarlægt
Svæðið 'Skattkort inn' í skattkortaspjaldi hefur nú verið fjarlægt úr skjámynd og er ekki notað á neinn hátt í útreikningi persónuaflsáttar. Ef óskað er eftir að nýta þetta svæði til upplýsinga þá geta ráðgjafa aðstoðað við að láta þetta svæði vera sýnilegt fyrir hvern og einn notanda.
75% reglan fyrir gjaldheimtugjöld til Tollstjóra
Ef starfsmaður átti inni eldri ónýttan persónuafslátt var sú upphæð ekki að koma með til útreiknings á 75% reglunni, þessu hefur nú verið breytt þannig að eldri afsláttur kemur með til útreiknings. 75% reglan er ( heildarlaun * 75% ) - ( meðlag + iðgjald í almennan sjóð + greidd staðgreiðsla ).
Einingar elta daga - greidd stöðugildi á ekki vera stærra en 1,00
Reiknivélin passar nú að launaliðir sem eru merktir einingar elta daga verði ekki með meira en 1,00 í Tímaeining í skráningu launa þegar launatímabili er skipt upp á milli launaliða. Þetta á við um þá launaliði sem eru í stofnupplýsingum merktir sem Eining, hakað við Stöðugildi og Einingar elta daga. T.d ef Mánaðarlaun er frá 1.10.2018 - 15.10.2018 og Mánaðarlaun veikindi frá 16.10.2018 - 31.10.2018 er passað að þessir tveir launaliðir verði samtals ekki með meira en 1,00 í Tímaeining.
Áramótastaða á launaseðli - röðun launaliða
Nú er hægt að ráða röðun safnfærslna í áramótastöðu á launaseðli.
Kjararannsóknarskýrsla skilast niður á launamannanúmer
Launagreining Kjararannsóknar er nú greinanleg niður á launamannanúmer og skilar áfram dulkóðaðri kennitölu.