Flytja marga umsækjendur - Skráning á orlofsflokki
Hægt var að velja viðkomandi orlofsflokk úr lista í í aðgerðinni Flytja marga umsækjendur en nú er líka hægt að slá inn númer orlofsflokks í þar til gert svæði. Þetta sama hefur verið útfært í aðgerðinni Flýtiráðning.
Flytja marga umsækjendur - Skattkortasvæði
Svæðið Skattkort út er nú birt í aðgerðinni Flytja marga umsækjendur og svæðið Skattkort inn hefur verið tekið út í staðinn.
Heildaryfirlit umsækjanda ekki að birta öll viðhengi umsækjanda nema að velja Fríska
Ef umsækjandi átti fleiri en eina umsókn í Kjarna voru ekki öll viðhengi að birtast í flipanum Viðhengi undir heildaryfirliti umsækjanda nema valið var Fríska. Þetta hefur verið lagað.
Ef umsækjandi sótti um en kláraði ekki umsóknarferlið (stofnaði eingöngu aðgang en er ekki tengdur á umsókn) þá voru öll viðhengi umsækjanda að birtast í flipanum Viðhengi undir Heildaryfirlit umsækjanda. Þetta hefur verið lagað.
Spurningasniðmát - röðun spurninga breyttist í auglýsingu
Það var að gerast þegar spurningarsniðmát var valið inn í auglýsingu að röðun spurninga var að breytast. T.d. þegar búið var að stofna spurningasniðmátið og bætt við spurningu og hún dregin efst í sniðmátið og það vistað, svo þegar sniðmátið var valið í auglýsinguna var spurningin neðst í sniðmátinu. Þetta hefur nú verið lagað og spurningar birtast á auglýsingu á þeim stað sem þær voru vistaðar í sniðmátinu upphaflega.
Flokkun auglýsinga
Bætt hefur verið við svæði þar sem hægt er að skrá flokkun á auglýsingu. Flokkunin er stofnuð undir Ráðningar > Flokkun auglýsinga. Þegar auglýsing er stofnuð er hægt að skrá þessa flokkun í svæðið Flokkun auglýsingar. Er þessi flokkun ætluð til flokkunar á auglýsingum á heimasíðu viðskiptavinarins og birtist hún í XML undir RCAdvertGroupingID.
Samhliða þessari breytingu voru gerðar breytingar á svæðum þegar auglýsing er stofnuð en svæðið Lausar stöður var fært undir svæðið Staðfestingarbréf.