Eloomi - starfsmaður með Hættur færslu fram í tímann í Tenging innan fyrirtækis varð Inactive í Eloomi
Ef starfmaður var með Hættur færslu fram í tímann í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis varð hann Inactive í Eloomi hvort sem hann var til fyrir eða verið var að stofna hann í Eloomi. Þetta hefur verið lagað og uppfærist staðan hans ekki í Inactive ef skráð er Hættur færsla fram í tímann. Ef starfsmaðurinn er ekki til fyrir í Eloomi þá stofnast hann með stöðuna Pending í Eloomi (ef sú stilling er inni, annars stofnast hann sem Inactive). Staðan í Eloomi breytist síðan ekki í Inactive fyrr en hann lætur af störfum. Það verður að vera kveikt á sjálfvirkri keyrslu fyrir uppfærslu starfsmannalista í Eloomi svo starfsmenn uppfærist m.v. stöðu í Tenging innan fyrirtækis.
Áminning um námskeið að sendast fyrir aflýst námskeið sem dagsett eru fram í tímann
Áminning um námskeið voru að sendast fyrir aflýst námskeið sem dagsett voru fram í tímann. Þetta hefur verið lagað og sendist einungis áminning um þau námskeið sem eru með stöðuna Virkt og Staðfest.