Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Current »

Vista launaseðla í skjalaskáp eftir að útborgun er lokað

Eftir að launaútborgun er lokað, þarf að vista launaseðla í spjaldi starfsmanns, Launaseðlar. Þetta er gert til að eiga eldri launaseðla með réttri áramótastöðu.

Aðgerðin er aðgengileg í hliðarvali > Kjarni > Laun > Aðgerðir = Vista launaseðla í skjalaskáp.

Upp kemur gluggi sem spyr hvort búið sé að endurvinna áramótastöðu en sú aðgerð keyrist þegar útborgun er lokað.

Smellt er á áfram og þá fer vistun launaseðla af stað.

Ef útborgun er opnuð aftur, er vistun eytt.

Launaseðlar vistast sem mynd eða skjal þannig að t.d. áramótastaða launaseðils í skjalaskáp breytist ekki þó útborgunum fjölgi.


Athugið! Eftirfarandi stillingar þurfa að vera til staðar, til þess að launaseðlar vistist eðlilega:

Hliðarval > Kjarni > Stofnskrár > Skjalaskápur - Eigendur skjala = Gildið er Pay og Eigandi skjals er Útborgun.

Hliðarval > Kjarni > Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala = Gildið er PaySlips og Tegund skjals er Launaseðlar

Launaseðlar í spjaldi starfsmanna

Í hliðarvali > Starfsmenn eru vistaðir launaseðlar aðgengilegir hjá hverjum starfsmanni í spjaldinu Launaseðlar, sjá mynd.

Hægra megin í spjaldinu er listi yfir alla launaseðla sem vistaðir hafa verið niður fyrir þennan starfsmann. Ein eða fleiri línur valdar og smellt á hnappinn Skoða til að opna valda seðla á PDF formi. Ef margir launaseðlar eru valdir koma þeir allir í eitt PDF skjal sem hægt er að senda áfram í tölvupósti.

Til að senda launaseðla í tölvupósti er smellt á umslagið með grænu örinni

Sjálfgefið kemur upp Netfang starfsmanns úr spjaldinu Starfsmaður ef ekkert er skráð í það svæði er Netfang vinna sótt, ef netfang er ekki heldur skráð þar kemur gildið tómt og hægt að handskrá.

  • No labels