Tería apríl 2020

Sölustaðir - Birting teljara

APPAITE-90

Birting teljara á sölustað var færður aðeins til og stækkaður svo hann sé sýnilegri.

Sölustaðir - Birting skilaboða við vörukaup

APPAITE-76, APPAITE-77

Birting skilaboða við vörukaup voru að birtast á miðjum skjá sem trufluðu vörukaup næsta starfsmanns. Þessu hefur verið breytt þannig að nú koma skilaboðin í grænum eða rauðum glugga í hægra horninu niðri á skjánum.

Sölustaðir - Villuboð koma með hljóði

APPAITE-81

Ef upp koma villuboð í Teriu, gefur kerfið frá sér hljóð til að vekja athygli á villuskilaboðunum.

Mælaborð - nýtt mælaborð birt

APPAITE-84

Nýju mælaborði hefur verið bætt við á mælaborðið sem sýnir Vörusölu dagsins síðustu 7 daga.

Sölustaðir - Logo viðskiptavinar birt á skjá

APPAITE-59

Bætt hefur verið við að hægt er nú að birta Logo viðskiptavinar á söluskjá.

Launaskráning - dagsetningaformati breytt

APPAITE-79

Dagsetningar á færslum í Launaskráning var breytt í formatið dd/mm/yyyy.

Launaskráning - hægt að breyta vöru í færslum

APPAITE-85

Nú er hægt að breyta um vöru í launafærslum. Einnig hægt að breyta magni og verði á sama stað.

Launaskráning og Vörur - Gluggi lokast við breytingar

APPAITE-103, APPAITE-107

Þegar færslum er breytt í Launaskráningu eða Vörur opnast nýr gluggi og þegar upplýsingum hefur verið breytt þar lokast núna glugginn sjálfkrafa.

Launaskráning - Flytja færslur í excel

APPAITE-97

Hægt er að filtera á færslur í launaskráningu niður á starfsmenn og tímabil og flytja þær þannig yfir í excel.

Villuskilaboð gerð skýrari

APPAITE-83

Villuskilaboð þegar notandi finnst ekki voru gerð skýrari.

Sölustaðir - Skrá vöru

APPAITE-93

Ekki hægt að skrá greiðslu ef engin vara er valin af skjá.

Vörur - Breyting á Birting vöru á skjá

APPAITE-49

Birting vöru á skjá var í fellilista, var breytt í checkbox.

Vörur - Fyrsta varan sé sjálfkrafa valin

APPAITE-96

Nýrri virkni hefur verið bætt við að hægt að er hafa ákveðna vöru sem sjálfkrafa valda á skjá. Fyrsta varan sem valin er inn í sölustað verður sú vara. Þá þarf ekki að velja vöru eingöngu skanna kort.

Til að virkja þennan möguleika þarf að senda póst á service@origo.is

Vörur - hægt að skilgreina hvort vara sé fyrir starfsmenn eða verktaka

APPAITE-99

Nú er hægt að velja á vörum hvort þær séu starfsmannavara eða verktakavara. Þannig á verktaki ekki að geta keypt starfsmannavöru og öfugt.

Sölustaður - Linkur breytist

APPAITE-108

Breyting var gerð á linknum á sölustað. Hann fer úr því að innihalda nafn sölustaðar í að innihalda númer sölustaðar.

Notendur - Starfsmaður stofnaður í Kjarna - flyst í Teriu

APPAITE-70

Þegar starfsmaður er stofnaður í Kjarna þá flyst hann yfir í Teriu og verður til sem notandi. Sjálfvirk keyrsla keyrir 1x á sólarhring þannig að starfsmaður sem er stofnaður í dag í Kjarna verður komin yfir í Teriu á morgun.

Hægt er að fá starfsmenn strax yfir í Teriu með því að velja Samstilla undir Notendur.

Þýðingar

Kerfið er á ensku og íslensku. Fyrir þessa útgáfu var kerfið yfirfarið og ýmsar þýðingar gerðar.