Mannauður 3.9.1

Ástæða starfsloka - Brotthvarf úr starfi

APPAIL-4570

Bætt hefur verið við nýrri Ástæðu starfsloka í spjaldið Tenging innan fyrirtækis. Nýja ástæðan er Brotthvarf úr starfi

Innsláttur í svæðið Fjöldi vinnustunda á dag m.v. fullt starf

APPAIL-4571

Select lista fyrir spjaldið Vinnutími hefur verið breytt þannig að þar sé hægt að slá inn í svæðið Fjöldi vinnustunda á dag m.v. fullt starf

Eyða launamannanúmeri - eyðir öllum undirspjöldum

APPAIL-4556

Því hefur verið bætt við að ef launamannanúmeri er eytt þá eyðast sjálfkrafa öll undirspjöld fyrir þetta launamannanúmer, þ.e. ef engar launafærslur hafa verið skráðar á þetta launamannanúmer. Ef launafærslur eru skráðar þá er ekki hægt að eyða launamannanúmerinu og kemur þá upp melding þess efnis. Þessi virkni er alveg eins og þegar starfsmannanúmeri er eytt. 

Orlofsreikningur þegar launareikningur er til staðar

APPAIL-4620

Nú er aftur hægt að skrá orlofsreikning í bankaspjald á sama tímabili og launareikning.

Form á símanúmerum og landakóðar

APPAIL-4632

Bætt hefur verið við möguleika á að forma hvernig símanúmer birtast í Kjarna, sjá nánar hér.

Einnig hefur verið bætt við nýju svæði fyrir landakóðann. Þessu svæði hefur verið bætt við fyrir framan símanúmerasvæðin auk þess sem bætt hefur verið í lista svæði þar sem landakóðinn og símanúmerið birtast saman. 

Þessar breytingar hafa bæði áhrif inni í Kjarna og í starfsmannavefþjónustunum sem hægt er að nýta til birtingar á gögnum í öðrum kerfum.