Almennt 3.5

Breytt útgáfuferli

Frá og með útgáfu 3.5 verður útgáfum dreift sem Click Once útgáfum í stað setup skrár.

Vistun á gögnum í listum fríski listana sjálfkrafa

Þegar gögnum var viðhaldið í listum og breytingar vistaðar þá þurfti að fríska listann með því að smella á Fríska hnappinn til þess að gögnin í listanum uppfærðust við breytingarnar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að þegar gögnin eru vistuð þá er sjálfkrafa kallað á fríska og gögnin uppfærast á skjánum.

Afritun á skýrslum – uppsetning heldur sér

Þegar skýrslur eru afritaðar þá afritaðist ekki öll uppsetningin með. Þessu hefur nú verið breytt þannig að öll uppsetningin heldur sér á afrituðu skýrslunni.

Skýrslur – vistun á skilyrðum

Ef skilyrði voru sett á valskjá og skýrsla vistuð niður þá vistaðist niður útlitið á skýrslunni en ekki þau gildi sem skráð voru á valskjáinn. Þessu hefur nú verið breytt þannig að skilyrðin vistast líka með þegar skýrslan er vistuð.

Skiyrði - @ sæki virkt gildi

Ef skýrsla með skilyrðum er vistuð niður þá er hægt að setja @ merki í svæði eins og útborgunarnúmer þannig að þessi skýrsla sæki alltaf virkt útborgunarnúmer í hvert sinn sem hún er keyrð upp.

Flýtilyklar

Algengir flýtilyklar hafa verið stilltir inn í Kjarna.

Breytingar á „update" innlestri

Breytingar hafa verið gerðar á „update" innlestrinum sem hægt er að nota til að uppfæra gögn í Kjarna. Nú þarf ekki að hafa allar upplýsingar, t.d. viðkomandi spjalds, í skjalinu heldur dugar að hafa eingöngu vísi færslunnar og þau gögn sem á að uppfæra.

Dagsetningar í spjöldum

Dagsetningarsvæði í spjöldum voru yfirfarin þar sem á einhverjum stöðum var óþjált að skrá dagsetningarnar. Dagsetningar eru skráðar á forminu dd.mm.áááá eða dd.mm.áá. Einnig var það yfirfarið að þegar farið er á milli svæða með tab eða tilbaka með shift + tab þá ljómist á öllum stöðum upp allt dagsetningarsvæðið.

Starfsmannatré – kyn

Lagað var að allir starfsmenn með eftirnafn, þ.e. ekki með „dóttir" í eftirnafninu birtust sem karlmenn í Starfsmannatré þrátt fyrir að þeir væru rétt skráðir í spjaldinu Starfsmenn.

Skipurit í hliðarvalmynd

Skipurit í hliðarvalmynd hefur verið uppfært þannig að nú er hægt að sjá þar öll „level". Hægt er að tengja lista inn í skipuritið, t.d. fyrirtækjalista og dálkalista. Hægri smellt á skipulagseiningu/starfsmann og listinn keyrður upp út frá þeirri skipulagseiningu eða þeim starfsmanni sem valinn er. Eftir að listinn hefur verið keyrður upp þá er hægt að breyta valinu með því að draga aðra skipulagseiningu/starfsmann inn í listann og þá breytist niðurstaða listans m.v. það val.