Laun 3.5

Bókunardagur á bakfærslu fylgi greiðsluformi starfsmanns

Tryggt var að bókunardagsetning í bakfærslu launa fylgi greiðsluformi starfsmanns en flytji ekki með sér eldri bókunardag úr bakfærslunni.

Kjararannsóknarskýrsla

Lagfærðar voru samtölur á nokkrum launaliðum auk þess sem bætt var við dálkinum Önnur launatengd gjöld.

Leiðrétting launa – samandregnar línur á launaseðli

Bætt var inn stillingu þannig að hægt sé að draga saman á launaseðli línur tengdar launaleiðréttingu.

Birting starfsmanna í trégerð launaskráningar

Farið var yfir virknina í tengslum við birtingu starfsmanna í Trégerð launaskráningar. Þar eiga eingöngu að birtast þeir starfsmenn sem uppfylla öll skilyrði útborgunar. Endadagur grunnlaunaspjalds er skoðaður með tilliti til greiðslutímabils starfsmanns.

Bunkainnlestur – eyða bunka

Tryggt var að ekki sé hægt að eyða bunka úr lokaðri útborgun.

Kostnaðarstöð nr. bætt inn sem vídd fyrir bókun

Svæðinu Kostnaðarstöð nr. var bætt inn sem vídd fyrir bókun.

Vöntun á orlofsspjaldi stoppi ekki útreikning

Upp kom að vöntun starfsmanns á orlofsspjaldi stöðvaði útreikning. Þetta má ekki gerast og hefur því verið lagað.

Þrep 0 í launatöflur

Þrepi 0 var bætt inn í launatöflur.

Fjölgun á þrepum í launatöflum

Þrepum hefur verið fjölgað í launatöflum þannig að nú er þar hægt að skrá 26 þrep í heildina, með þrepi 0.

Skattkortsspjald – svæðið skattprósenta komi „default" tómt

Þegar stofnað var skattkortsspjald á starfsmann þá kom „default" upp 100% í svæðinu skattprósenta. Þetta gat verið ruglingslegt þar sem það gat litið út fyrir að þegar væri skráð skattkort á starfsmanninn auk þess sem þetta var óhentugt í ferlinum fyrir stofnun starfsmanns þar sem það þurfti að stroka út gildi ef starfsmaður hafði ekki skilað inn skattkorti svo það vistaðist ekki á hann 100% skattkort. Þessu hefur því verið breytt þannig að skattprósentusvæðið kemur „default" upp tómt þegar spjaldið er stofnað.

Skuldbinding – fastir liðir

Farið var yfir að þegar skuldbinding sækir fasta launaliði þá séu dagsetningar fastra liða skoðaðar og að dagsetningar á færslum skuldbindingar fylgi því sem valið er í Færsludagur.

Fastir liðir – yfirskrift

Yfirfarin var virknin í tengslum við yfirskrift í flipanum Reikningur á föstum liðum. Kerfið skoðar þennan flipa þegar fastir liðir eru sóttir.

Bókhaldslykli bætt á stöðu og í launabókun

Svæðinu Bókhaldslykill hefur verið bætt inn á Stöðu þannig að hægt sé að nota það í launabókun.

Orlof á laun

Hægt er að reikna orlof á tegundir.

Launaliður sæki upphæð í ákveðið þrep launatöflu

Farið var yfir virkni þannig að launaliður sæki upphæð í ákveðið þrep í launatöflu.

Dagsetningar á afreiknuðum færslum

Þegar laun eru reiknuð fá afreiknaðar færslur sömu dagsetningar og launin. Undantekning frá þessu er að dagsetningar á persónuafslætti eiga alltaf að fylgja greiðsluformi starfsmanns. Ekki var hugsað fyrir því í upphafi en það er lagfært í þessari útgáfu. Þessu fylgir að skattkort verða alltaf að vera í gildi frá 1.janúar ÁÁÁÁ til þess að koma með í reikningi, en dagsetning í svæðinu skattkorti skilað og skattkort síðast notað, eiga að endurspegla raunveruleikann.

Staðgreiðslustofn

Farið var yfir að staðgreiðslustofn geti reiknað á hærri tegund en 31.

Reikniliðir

Yfirfarin var virknin í tengslum við að skilgreina fleiri en einn reiknilið á launamann.

LSR stofn og fastir liðir

Lagfært var að LSR stofn kom ekki með þegar fastir liðir voru sóttir.

Hægagangur í fyrirtækjalista

Upp kom hægagangur í fyrirtækjalista launa. Það var lagað.