Skjástillingar fyrir Windows 10

Þegar unnið er á Kjarna í Windows 10 geta notendur lent í því að forritið keyrist upp mjög lítið á skjánum. 

Það getur verið gott að breyta skjáupplausninni á tölvunni þegar Kjarni verður svona lítill.  Velja þarf skjáupplausn 1920 x 1080. Endurræsa tölvuna og opna Kjarna aftur. 


Ef það gengur að breyta skjáupplausninni þarf ekki að notast við þessa stillingu hér að neðan til að fá Kjarna stærri.

Til að stækka kerfið er farið Task Manager (t.d. með Ctrl+Alt+Delete > Task Manager) og þar í flipann Details. Kjarni er fundinn neðarlega í listanum undir Xap.Kjarni.Application.Shell.exe

Hægrismellið og veljið Properties. Veljið þar flipann Compatibility og hakið við Disable display scaling on high DPI settings og síðan OK. 
Það gæti þurft að endurræsa Kjarna til að fá stillingarnar til að virka. 


Valmöguleikarnir gætu líka verið líkt og er á neðri myndinni og þarf þá að velja Override high DPI scaling behavior. Scaling performed by:  og í flettivalinu er valið System.

Ef valið er Application í flettivalinu þá kemur Kjarni risa stór.