Kjarni vefur 21.3.1

Taka starfsmannalista út í excel

APPAIL-7527

Núna er hægt að taka út starfsmannalistann í Kjarna vefnum út í excel.

Mannauður á vef - Teymið mitt - Upplýsingar um nánasta aðstandanda

APPAIL-7585

Ef símanúmer nánasta aðstandanda var skráð í svæðið Farsími í starfsmannaspjaldinu í Kjarna þá voru upplýsingar um nánasta aðstandanda ekki að birtast í Teymið mitt. Þetta hefur nú verið lagað.

Mannauður á vef- Heildarorlofssaða.

APPAIL-7605

Nú er hægt að setja inn stillingu ef viðskiptavinir vilja ekki að aðilar með heildarorlofsstöðu = 0 birtist í listanum Orlofsstaða (Hættir starfsmenn t.d.). Ef viðskiptavinir vilja fá þessa stillingu inn eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Mannauður á vef - Teymið mitt - Sjá sem

APPAIL-7627

Í útgáfu 21.2.1 var bætt við virkninni Sjá sem undir Teymið mitt til þess að geta séð teymi annarra stjórnenda. Eftir nokkrar ábendingar frá viðskiptavinum var tekin ákvörðun um að láta þessa virkni ekki birtast default undir Teymið mitt heldur þarf að setja inn stillingu til þess að þetta birtist. Ef viðskiptavinir vilja birta þessa virkni, eða birta virknina fyrir ákveðin hlutverk eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Mannauður á vef - Teymið mitt - Ný flís fyrir lífeyrissjóð.

APPAIL-7579

Bætt hefur verið flís fyrir lífeyrissjóð undir Teymið mitt. Þessi flís birtist ekki default undir Teymið mitt heldur þarf að setja inn stillingu til þess að birta þessa flís. Ef viðskiptavinir vilja birta þessa flís eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Mannauður á vef - Teymið mitt - Ný flís fyrir stéttarfélag.

APPAIL-7580

Bætt hefur verið flís fyrir stéttarfélag undir Teymið mitt. Þessi flís birtist ekki default undir Teymið mitt heldur þarf að setja inn stillingu til þess að birta þessa flís. Ef viðskiptavinir vilja birta þessa flís eru þeir beðnir um að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.

Mannauður á vef - Starfsmannalisti - sía.

APPAIL-7636

Í stað þess að hafa bara leitarglugga á dálkum fyrir Stöðu, Skipulagseiningu, Svið og Yfirmann var bætt við möguleika á að sía í þessum dálkum. Nú er hægt að sía og þar með velja inn nokkra möguleika í einu.

Rafrænar undirritanir - Viðbætur í Mail merge svæði.

APPAIL-7587

Fyrir sniðmátin í rafrænum undirritunum var bætt við mail merge svæðunum; Staðsetning, Starf, Svið, Gildir frá, Persónuafsláttur, Síðast notað og Kjarasamningur nafn.

Rafrænar undirritanir - Breytingar á Mail merge svæðum.

APPAIL-7526

Fyrir sniðmátin í rafrænum undirritunum var mail merge svæðið fyrir tegund bankareiknings tekið út en í staðinn að þá kemur inn sjálfkrafa sá launareikningur sem er í gildi í bankaspjaldinu þegar mail merge svæðin fyrir nr. banka, höfuðbók og númer bankareiknings eru valin inn.

Þegar mail merge svæðin fyrir Greiðsluform og Greiðslutíðni (úr grunnlaunaspjaldi) voru valin inn þá komu heitin á ensku í samninginn, sú virkni verður ennþá til staðar fyrir þá viðskiptavini sem gera samninga sína á ensku, en til þess að fá inn þessi heiti á íslensku var bætt við mail merge svæðunum Greiðsluform nafn (PayFormTypeName) og Greiðslutíðni nafn (PayStepTypeName).

Breyting á aðgangsstýringu vegna launasamþykktar á vef

APPAIL-7624

Sú breyting hefur verið gerð á launasamþykkt á vef að samþykkjandi sem er loggaður inn fær aðgang að þeim færslum sem skráður eru til samþykktar á hann í gegnum aðgangsstýringar. Þessi breyting á líka við um samanburðarfærslur en þó ber að hafa í huga að ef færslur sem á að samþykkja voru ekki undir samþykkjanda í samanburðarútborgun þá kemur samanburðar svæðið tómt. Ef verið er að skrá laun hjá starfsmanni á mismunandi skipulagseiningar, kostnaðarstöðvar eða verk þá er nauðsynlegt að hafa kveikt á stillingu til að splitta launafærslum á launalið 9001 svo virknin verði rétt. Ráðgjafar Origo aðstoða við að setja inn þá stillingu ef send er beiðni á service@origo.is.