Laun 21.5.1

Skráning orlofsflokka í orlofsspjald - villuboð

APPAIL-7082

Bætt hefur verið við villuboðum í orlofsspjald ef skráður er á starfsmann orlofsflokkur sem ekki er til hjá fyrirtæki með textanum “Orlofsflokkur nr. er ekki til hjá fyrirtæki nr.”.

Kjararannsóknarskýrsla - bætt villuboð

APPAIL-7810

Ef sami orlofsflokkur var til tvisvar hjá fyrirtæki var Kjararannsóknarskýrsla að birta villuboð sem voru ekki skýr. Þetta hefur nú verið lagfært þannig að skýrslan myndast en viðvörun kemur í skilaboðum um að fleirri en ein orlofsflokkur hafi fundist með sama númeri hjá fyrirtæki.

Samþykkt launa í client - takmarka breytingar

APPAIL-7668

Í launasamþykkt í Kjarna client var opið fyrir breytingar á öllum svæðum, líka fjárhæða svæðum. Virkninni hefur nú verið breytt þannig að einungis er opið fyrir breytingar á eftirtöldum svæðum:

  • Samþykkt

  • Athugasemd samþykkjanda

  • Svar launafulltrúa

  • Samþykkjandi launa nr.

Hraðlistar laun - Bæta vikum inn í skýrsluna Stéttarfélag

APPAIL-7908

Undir Skýrslur í Kjarna er að finna Hraðlista launa. Þar er skýrslan Stéttarfélag sem m.a. er notuð til að senda upplýsingar til tryggingafélaga. Bætt hefur verið í skýrsluna dálki sem birtir vikufjölda.

Dálkurinn er forritaður þannig að fjöldi mánaða í skýrslu er margfaldaður með 4,333.

Fastir launliðir - Færslur í skipuriti yfirskrifaðar við afritun

APPAIL-7101

Ef að launaliður í föstum liðum var afritaður þá komu færslurnar í flipanum skipurit yfirskrifaðar. Það hafði þær afleiðingar að ef einhverju var breytt í skipuriti í Tenging innan fyrirtækis spjaldi starfsmanns þá skilaði sú breyting sér ekki fyrir yfirskrifaða launaliðinn. Þetta hefur nú verið lagfært.

Kemur ekki aðvörun ef enginn lífeyrissjóður er skráður.

APPAIL-7829

Ef enginn almennur lífeyrissjóður var skráður á launþega var Kjarni hættur að birta villu þess efnis þrátt fyrir að til væri reikniregla fyrir villuboðin. Þetta hefur nú verið lagfært og ef gleymist að skrá lífeyrissjóð þá koma boðin “Almennur lífeyrissjóður reiknast ekki” í launaskráningu og undir Villur og aðvaranir.

Loggun á sendingum á skilagreinum með tölvupósti

APPAIL-6009

Bætt hefur verið við loggun á sendingum úr Kjarna til þeirra innheimtuaðila sem fá skilagreinar sendar með tölvupósti. Þegar skilagreinar eru sendar með tölvupósti myndast núna færsla í aðgerðarsögu sem tilgreinar hvað var sent, hvenær og á hvaða netfang. Þetta á við póstsendingar með lífeyrissjóði, stéttarfélög og gjaldheimtur.

Uppfærsla á vefslóðum innheimtuaðila þegar útborgun er lokað

APPAIL-7201

Núna uppfærast vefskilaupplýsingar innheimtuaðila frá skilagrein.is sjálfkrafa þegar útborgun er lokað. Skilaboð birtast um að vefskilaupplýsingar hafi verið uppfærðar þegar aðgerðinni “Loka” lýkur.

Uppfæra vefslóð innheimtuaðila beint úr spjöldum. Líf og Stétt

APPAIL-7930

Nú er hægt að uppfæra slóð í vefskilum innheimtuaðila frá skilagrein.is án þess að keyra inn skipanirnar  WebCollector.ToPayCollector og WebFund.ToPayCollectorFund.

Það er gert með því að opna Lífeyris- eða Stéttafélags spjald, smella á aðgerðarhjólið og velja “Uppfæra vefskil”.

Bókun skuldbindingar - merkja útborganir með sama bókunarmánuði

APPAIL-7825

Þegar skuldbinding er bókuð í lokaðri útborgun þá eru núna allar aðrar útborganir á sama bókunardegi merktar „Skuldbinding bókuð“ bæði opnar og lokaðar.

Jafnlaunavottunarskýrsla - Stéttarfélög og starfsmannafélag

APPAIL-7898

Þegar skýrslan Jafnlaunavotun er opnuð og stéttarfélag dregið inn þá var nýjasta færslan í stéttarfélagsspjaldi að birtast þó hún væri vegna starfsmannafélags. Þetta hefur verið lagfært og núna koma aðeins stéttarfélög í skýrsluna.

LSR útreikningur taki tillit til séreignar þegar stofn er skráður á launalið 9391

APPAIL-7905

Þegar kveikt er á skipun vegna útreiknings LSR stofns á tímabil þá var orlofið ekki að reiknast með í stofni til séreignar. Það hefur nú verið lagfært.

Gjaldkeralisti - aðgengilegur undir skila eftir lokun útborgunar

APPAIL-7592

Þegar útborgun er lokað er Gjaldkeralisti nú aðgengilegur undir “Skila”. Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/2752151553

Intellecta spjald opnast ekki

APPAIL-7923

Ekki var lengur hægt að opna Intellecta spjald undir Starfsmenn. Það hefur verið lagfært og er virkni spjaldsins með sama hætti og áður.

Aðgerðin leiðrétta laun - frýs þegar birta á aðgerðarsögu

APPAIL-7996

Aðgerðin “Leiðrétta laun” var að frjósa þegar birta átti aðgerðarsögu með þeim afleiðingum að skjóta þurfti kerfið niður. Þetta hefur nú verið lagfært.