Fræðsla 3.8
"Námskeiðsspjald" bætt í hliðarvalmynd
APPAIL-2777
Bætt var við "Námskeiðsspjald" í hliðarvalmynd undir Kjarni > Fræðsla. Er það listi yfir þá starfsmenn sem eru með skráða færslu í spjaldinu "Námskeið".
Greiningarlistar tengdir inn í listana "Námskeiðsslisti" og "Þátttakendalisti"
APPAIL-2769
Greiningarhnappi hefur verið bætt við listana "Námskeiðslisti" og "Þátttakendalisti" þannig að hægt sé að fara í greiningarlistana úr þessum listum.
Bætt villuskilaboð þegar þátttakandi sem skráður er á námskeið er ekki með skráð netfang
APPAIL-2483
Þegar starfsmaður sem ekki er með skráð netfang er skráður á námskeið í gegnum fræðslukerfið kemur nú upp villumelding sem segir að ekki sé hægt að senda fundarboð á viðkomandi.